fimmtudagur, 25. desember 2008

08


Ryksugan étur börnin sín



(Höf. óþekk(t)ur).

miðvikudagur, 17. desember 2008

Ég sé bláan himin

Ég sé bláan himin

Gráa gangstétt

Grænt gras

Grænt og hvítt hús

Inni í græna og hvíta húsinu er blá sæng

Undir bláu sænginni er ég

(Elísa Rún Svansdóttir)

þriðjudagur, 16. desember 2008

Fjaðrafok?


Hvað er málið með þetta dæmi á DV? Er þetta kannski fjaðrafok? Hlakkar í mörgum að níða skóinn af DV. Líka þeim sem stunda "þögla" blaðamennsku - sem telja sig vita hvað almenningur þarf að vita og hvað ekki. Það þarf margskonar blaðamennsku, alltaf. Ekki bara uppdregna mynd af samfélagi þar sem allt á að vera með kyrrum kjörum, en ekkert endilega mynd sem æpir á mann. Báðar myndir.


Ps: Hvernig ætli samfélagið væri ef fólk upp til hópa myndi bera á sér upptökutæki og taka upp hvert einasta samtal sem það ætti við annað fólk? Örugglega öðruvísi, kannski betra, kannski ekki.

laugardagur, 13. desember 2008

Með póstinum kemur pakki

Ég bíð á bjargbrúninni

Þú talar í símann en heyrir ekki neitt

Ég er illa klæddur en í góðum skóm

Þú heldur fast um símtólið, enda hrædd um að það fari frá þér

Ég vil að bjargbrúnin bíði eftir mér en veit ekki hvort hún gerir það því við vorum bara rétt að kynnast og hún veit auðvitað ekki hvaða mann ég hef að geyma

Þú vilt fá stóra afmælisköku, skreytta með Playmobil og sígarettustubbum

Ég vil bara bjór og horfa á myndbönd með Depeche Mode og David Bowie, heldurðu að það sé hægt að koma því við?

Ef þú reddar Playmobil og sígarettustubbum skal ég redda bjór, Bowie og Depeche Mode

Samkomulagið innsiglað með kossi

Æ hvað það var sætt

(Höf. Rúnar Albert Sigþórsson)

miðvikudagur, 10. desember 2008

Búum til eitthvað allt annað en vandamál




Það er vont að vera með hausverk, komast ekki í vinnu, liggja eins og hrúgald, og fá yfir sig skammir, allt um leið. Það er betra að borða grjónagraut og lifrarpylsu og hlusta á Alvin og Íkornana syngja. Enn betra er þegar hlutirnir ganga upp; verkefni leysast án mikilla vandkvæða en þó þannig að sköpun og örvun komi þar við sögu. Spili rullu. Best af öllu er þó að eiga góðar stundir með konu og börnum, þegar enginn er að tuða og væla eða búa til vandamál. Vandamál okkar sem lifum í dag felast einmitt í því að við erum snillingar og Heimsmeistarar í að búa til vandamál. Sjáum þau víða og grípum þau gjarnan. Til hvers? Það þarf engar lausnir ef við búum okkur ekki til vandamál. Verkefni viljum við hins vegar flest kljást við og þar á sanngirni að ríkja sem og rétturinn til skoðana. Það er alveg hægt að hafa lífið þannig. Bara ef við hættum að búa til vandamál. Búum til eitthvað annað - eitthvað nothæft, eitthvað fallegt, eitthvað sem gefur af sér, eitthvað sem hljómar vel, eitthvað sem við sjáum aldrei eftir, eitthvað fyrir þig, mig, konuna og börnin, vini og vandamenn, og auðvitað mömmu og pabba. Gerum það.

mánudagur, 1. desember 2008

Spur(t)




Ég gúggla Spur. Fæ upp mynd og spyr (eins og bjáni?): Af hverju er staða RÚV svona slæm? Er RÚV útrásarvíkingur? Ég skil þetta ekki. En víst þeir þurfa að segja upp fólki væri auðvitað nærtækast að segja upp þeim sem hafa mestu launin. Get lofað því að það er til jafnhæft, örugglega hæfara fólk, sem væri til í að taka að sér störf toppanna fyrir einn þriðja, jafnvel einn fjórða af launum þeirra. Myndi skila starfinu betur en þeir sem núna hafa völdin og telja sig ómissandi, alveg að drepast úr hroka. Hversu ógeðslegt er það að fullt af góðu fólki sé sagt upp á meðan bossinn er á lúxusjeppa (partur af launasamningi!) og þrumulaunum. Og ýmsir aðrir á topplaunum án þess að skara eitthvað fram úr. Burt með þetta lið, það þarf að hreinsa til á fleiri stöðum en í bönkunum og á Alþingi.

laugardagur, 22. nóvember 2008

Laufblöð

Prinsessa, þú frelsaðir mig ekki þegar ég bað þig um það. Prinsessa, af hverju ekki? Geturðu svarað. Ég get svarað. Vil það ekki. Hugsanirnar féllu líkt og laufblöð af trjánum í október en ég náði hins vegar að koma í veg fyrir að þær fykju burt. Negldi þær niður á spýtu sem ég fann í gjótunni við húsið mitt. Naglana keypti ég í Byko fyrir löngu síðan. Þessi spýta verður haldreipi mitt á næstunni enda þarf ég að komast út úr þungum hugsunum. Viltu koma með mér prinsessa? Ég er búinn fylla tankinn og brauðristin er í skottinu en samlokugrillið er hætt að virka. Viltu koma með mér í ferðalag þar sem enginn sérstakur áfangastaður er í sigtinu - þar sem nestið er af skornum skammti og loforðin engin? Það gæti verið gaman. Ég vil hafa þig með mér.

miðvikudagur, 19. nóvember 2008

laugardagur, 15. nóvember 2008

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

fimmtudagur, 30. október 2008

Blandaðu saman


Bonnie Tyler og lagið It' s a Heartache, segirðu. Leyfðu mér að hugsa. Jú, svona blanda af Smokey og Rod Stewart. Með pjöllu.


(Höf. Justin B. James)

fimmtudagur, 23. október 2008

Alistair Erlingsson: Saga

Mundi skyndilega eftir Alistair Erlingsson. Móðir hans var íslensk en faðir hans skoskur. Hann ólst að mestu leyti upp í Skotlandi, en lærði íslensku til jafns við ensku. Flutti til Íslands rétt eftir tvítugt, bjó hér í fjögur ár, og heillaðist af íslensku rúgbrauði. Hóf að flytja það út til Skotlands. Réri síðan sjálfur með það frá meginlandinu út á eyju sem ég man ekki lengur hvað heitir. Sagt er að unnið hafi verið þar úr brauðinu lækningaseyði, en því miður veit ég ekki hvaða kvilla það átti að hafa góð áhrif á. Líklega hefur Alistair verið fyrstur manna til að flytja íslenskt rúgbrauð út, til Skotlands.

sunnudagur, 19. október 2008

Loftið var tært

Steig í vitið í dag. Var skemmtileg gönguferð í góðu veðri með syni mínum sem talaði um heima og geima á meðan við mættum hundum og köttum og töluðum í risastóran listaverkasíma sem var þó ekki í sambandi. Kipptum okkur ekkert upp við það þarna á Víðistaðatúni heldur héldum ótrauðir áfram upp göngustíginn og komum við í Samkaup og keyptum Púkanammi, sem Valur Áki át með bestu lyst, en einnig kanilsnúða sem ég hitaði í örbylgjuofninum hjá Rúnu ömmu. Og allir voru sáttir. Héldum svo út á róló og þá voru Elísa og Ólöf með. Eltingarleikur, og rólað á fullu. Ég er með strengi í aftanverðunum lærunum. Góður dagur.

laugardagur, 18. október 2008

Drop Dead Gorgeous

Símastaurar hafa lengi heillað mig. Enda næ ég ekki upp í þá. Og vil ekki fá raflost. Hlusta bara á hljómsveitina Republica í staðinn fyrir að príla þetta.

Ps: Hann kallaði á eftir manninum eftirfarandi orð: Hey Bulldog! Maðurinn svaraði: Frábært lag, alltof sjaldan spilað.

Þar með lauk samskiptum þessara tveggja einstaklinga.

Kveðja


Veðrið var svo gott í kvöld að ég sá mér ekki annað fært en að kaupa pensil og dós fulla af gulri málningu.


Ps: samkynhneigdurhommi.blogspot.com

sunnudagur, 12. október 2008

Þegar piparinn kláraðist I

"Hver kýs að föðurhefnd sé með þeim hætti
að fjandmönnum sé fenginn Spánn í hendur."

Ps: Don´t go wasting your emotion, lay all your love on me.

miðvikudagur, 8. október 2008

Valur á afmæli


Í dag fagnar Valur Áki fimm ára afmæli sínu. Orðinn rosa stór og ennþá flottari strákur en hann var, og ég sem hélt að það væri ekki hægt. Til hamingju með daginn elsku Valur minn.

þriðjudagur, 7. október 2008

big LOG

Hva, eru menn að hlusta á Plantarann? Ha, bara splæst í Big Log - það er naumast. Hvert er tilefnið?

Svosem ekkert tilefni, langaði bara að hlusta á þetta lag. Hlusta stundum á sjálfan mig.

Ég líka. Þetta er gott lag og þess virði að láta undan hugsun.

Já, nú datt mér í hug Gram Parsons.

Mér líka, bara nákvæmlega. Skal veðja að þú varst að hugsa um Dark End of the Street.

Þú lest mig eins og opna bók. Ég er opin bók. Þú ert opin bók.

Gott lag.

mánudagur, 6. október 2008

WALL-E

Sverrir, ég bað þig um að fara út með ruslið fyrir hálftíma. Það er liðinn klukkutími síðan ég bað þig að taka úr þvottavélinni og skella þvottinum í þurrkarann. Sverrir, þú hlýðir engu. Viltu ekki hlýða?

Sverrir, er lengi til svars, en síðar um kvöldið ákveður hann að svara konu sinni með tölvupósti: Nei, ég vil ekki hlýða, það er svo leiðinlegt og niðurlægjandi. Ég vil frekar lesa góða bók, helst ljóðabók eftir Sigurð Pálsson. Hann er uppáhalds ljóskáldið mitt. Uppáhalds íslenska ljóðskáldið mitt. Uppáhalds útlenska ljóðskáldið mitt er Walt Whitman. En uppáhaldsljóðaþýðandinn minn í öllum heiminum er Magnús Ásgeirsson.

Jæja, jæja, var það eina sem heyrðist í konu Sverris þegar hún var búin að lesa tölvupóstinn frá honum. Svo fór hún að ryksuga því saumaklúbburinn var að koma í heimsókn eftir þrjár klukkustundir og þrjá stundarfjórðunga.

miðvikudagur, 1. október 2008

Í næsta herbergi

Má ég gista?
Má ég sofa hjá þér?
Ég skal vera í öllum fötunum.
Ofan á sænginni.
Í næsta herbergi.

laugardagur, 27. september 2008

Nostalgía


Upprifjun minninga styrkir vinabönd. Held ég. Tilfinning. Að hugsa hlýlega til einhvers sem maður hittir ekki oft í dag, einhvern sem maður var kannski með í bekk, vinur. Hugsar til hans til dæmis þegar maður heyrir lag sem maður hefur ekki heyrt lengi. Hlýjar hugsanir skila sér. Líka hinar hugsanirnar. Þessar hlýju vil ég, taka við og gefa. Skrýtið hvernig maður fær stundum nostalgíufiðring í magann; fiðrildi. Veit ekki hvort maður er glaður eða dapur. Er bæði á sama tíma. Dettur inní gamla tíma - sér þá ljóslifandi fyrir sér - upplifir þá að nýju. En bara í huganum, langar að endurupplifa að öllu leyti en getur ekki nema að takmörkuðu leyti, og þá kemur ákveðinn sársauki, stingur í magann. Þetta er búið og kemur ekki aftur, og auðvitað veit maður að svoleiðis verður það að vera. Annars verður stöðnun viðvarandi ástand. Held að þegar til kastanna kæmi vildi enginn vera alltaf ungur né lifa að eilífu. En það er bara eitthvað svo sérstakt við það að rifja upp gamla tíma - eitthvað svo mannlegt, minningar sem ylja, sem kalla fram eftirsjá, sársauka, en líka gleði og tilhlökkun og óútskýranlega endurnýjun.

miðvikudagur, 24. september 2008

Þá, í raun í miðju samtali, hóf hann að semja ljóð


Veran stígur upp úr baðkerinu og sveipar sig handklæði sem farið er að slitna all verulega. Utan á handklæðinu er Íþróttaálfurinn. Veran nuddast utan í Íþróttaálfinn og hvorugt er ósátt. Veran setur af stað tvær vélar - ekki úr framtíðinni né núinu. Uppþvottavélin malar sem köttur á heitri verönd með rjóma í skál og ýsubita á disk og þvottavélin burrar sem nýbónaður bíll af Mözdu-gerð. Veran er sátt við dagsverkið, vill samt ekki hugsa mikið, það enda skiljanlegt eftir að hafa hringt í fjölda annarra vera og spurt þær hvort þær séu að skilja við maka sína. En hugsanirnar fara þó á flakk þegar Crimson & Clover byrjar að hljóma í tölvunni. Og ímynduð gítargeta gerir vart við sem sem og ímynduð bassageta. Veran veit þó sem er að hún hefði orðið ágæt sem trommuleikari. Bryan Ferry hefur upp raust sína við undirleik sinna manna í Roxy Music, lagið er Oh Yeah. Rigningu síðustu daga teygar Veran nú í einum stút og hellir síðan undanrennu og sykri út í skálina sem er full kornflexi. Kaffi eftir rúmlega tíu tíma eða svo. Og auðvitað þvottapokinn með volga/heita vatninu

þriðjudagur, 23. september 2008

Melchior







Alan, hvar má sjá nú, hver þú varst og hvað þú vildir?

Þú leyndir því svo lengi í huga þér.

Alan, enginn veit nú hvað þú hélst og hvort þú skildir að í orðum oft svo lítil alvara er.

Ps: Ég vil eiga stafrænt Silfurgrænt Ilmvatn. Ég á það öðruvísi.

sunnudagur, 21. september 2008

Skemmtilegur


"Þú breytist þegar þú rakar þig. Þá þekki ég þig ekki. Þá ertu eins og gamall maður."


Sagði Valur Áki við pabba sinn, 21. september 2008.

föstudagur, 12. september 2008

Svo voru það Tindersticks...



Þvílíkir tónleikar hjá þessari frábæru hljómsveit

Þvílíkir tónleikar hjá þessari frábæru hljómsveit

sunnudagur, 31. ágúst 2008

Oh Jungleland /Kerr/Einfaldirhugirættuaðvirka


They call you home sweet home
You make me feel so sad, to leave here all alone
But there is a kid called Hope
And he's holding out his hand
He sees the Northern Lights above this highrise land

mánudagur, 25. ágúst 2008

fimmtudagur, 21. ágúst 2008

Minningar og músík VI

Laugardaginn 26. júlí, 2008 - Menningarblað/Lesbók Mbl.

Poppklassík: Eftir Svan Má Snorrason sms@utopia.is

Minnisvarði um ógöngur

Ég svíf um gólfið með ryksuguna á fullu. Það er föstudagur á miðjum tíunda áratug síðustu aldar – er að þrífa íbúðina sem ég bý í ásamt mömmu og Gísla bróður. Ákveð í skyndingu að skella Bítlunum undir geislann og fyrir valinu verður síðasta platan sem kom út með þeim, Let it Be. Á hverjum föstudegi eftir þetta í langan tíma, marga mánuði, jafnvel eitt ár, er þetta ferli endurtekið; ég ryksuga, dusta rykið, þríf spegla og sjónvarpsskjá, úða viðarolíu á skápa og væti tusku með vatni og legi sem ilmar af sítrónu, strýk af. Og set Let it Be í og græjurnar hækkaðar í botn því ryksugan er hávær. Góðir föstudagar.
Let it Be er sú plata Bítlanna sem ég hef mest hlustað á, er í miklu uppáhaldi. Nokkuð margir aðdáendur hljómsveitarinnar og popp- og rokkspekingar telja þessa plötu þá lökustu sem Bítlarnir sendu frá sér. Þeir um það. Þetta er ekki besta plata Bítlanna en engin plata þeirra á skilið að vera talin lökust eða léleg – þetta er jú besta, mesta, söluhæsta og áhrifamesta hljómsveit allra tíma.
Let it Be er síðasta platan sem Bítlarnir gáfu út áður en þeir lögðu upp laupana árið 1970. Þó eru lögin á henni ekki þau síðustu sem hljómsveitin tók upp því eftir að upptökum lauk á Let it Be og þangað til hún kom út tóku Bítlarnir í millitíðinni upp og gáfu út hina stórkostlegu Abbey Road, sem kom út 26. september 1969, tekin upp í febrúar til ágúst sama ár. Let it Be aftur á móti kom út 8. maí 1970 en var tekin upp í janúar 1969.
Flestir sem til sögu Bítlanna þekkja vita að meðan á upptökum Let it Be stóð var andrúmsloftið innan hljómsveitarinnar ekki upp á það besta og reyndar óralangt frá því. Eftir erfiðar upptökur var afraksturinn lagður til hliðar og hann síðar meir sendur til Bandaríkjanna þar sem upptökustjórinn Phil Spector hófst handa við að koma þessu þannig fyrir að hægt væri að gefa út á einni plötu. Það tókst en platan hljómar ekki mjög bítlalega; hún er hrárri en aðrar plötur hljómsveitarinnar og þá eru mörg laganna heldur ekki mjög bítlaleg – það er að segja ekki eins grípandi tónsmíðar og oft áður. Þetta var einskonar tilraun til afturhvarfs; þarna átti að skapa lifandi stemningu (upprunalega fæddist hugmynd hjá Paul McCartney sem snerist um að æfa hljómsveitina upp fyrir mögulega endurkomu á tónleikasviðið og gera um leið plötu) og setja í salt allar hljóðverstilraunir og tónlistarpælingar sem tengdust sýrurokki og poppi því sem var nokkuð ríkjandi á árunum 1965 til 1970.
Paul McCartney var hvorki ánægður með aðkomuna né útkomuna hjá Phil Spector og þá sérstaklega hvernig hann breytti lagi hans, „The Long and Winding Road“ – fallegu, grípandi og mjög vinsælu lagi. McCartney vildi að lagið yrði strípað niður, einfaldleikinn látinn ráða ríkjum. Spector skreytti lagið strengjum og englaröddum. Alltaf fundist útsetning Spectors góð og mun betri en á Let it Be Naked – en það er Let it Be eins og Paul McCartney vildi að Leit it Be hefði hljómað upprunalega – hún kom út árið 2003. Um þá plötu er ekki fjallað hér. Bíður betri tíma og kannski einhvers annars.
Nokkur lög urðu gríðarlega vinsæl af Let it Be, áðurnefnt the „Long and Winding Road“, „Across the Universe“, „Get Back“ og svo auðvitað titillagið – eitt vinsælasta bítlalagið af þeim öllum.
Þarna er líka að finna lög sem sjaldan heyrast á öldum ljósvakans, en hafa eitthvað mikið við sig. Lög eins og „Two Of Us“, „I´ve Got a Feeling“, „For You Blue“, „One after 909“, „Dig a Pony“ og „I Me Mine“.
Let it Be er ekkert listaverk, engar nýjar slóðir fetaðar, heldur skemmtilegur og krassandi minnisvarði um þær ógöngur sem hljómsveitin var komin í vegna andlegrar og líkamlegrar þreytu eftir alla keyrsluna síðustu árin á undan. Og fjórmenningarnir frá Liverpool komust með höfuðið hátt frá þessum ógöngum. Þeir voru orðnir leiðir hver á öðrum en samt ná þeir að búa til svo góða tónlist að ég gat hugsað mér að ryksuga og þrífa íbúðina hátt og lágt í langan tíma með hana í botni. Það segir nokkuð. Ég er ofsalega ánægður með að Let it Be skyldi hafa litið dagsins ljós. Fínn lokapunktur á ótrúlegum ferli bestu hljómsveitar allra tíma.

miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Engin mynd í opnum og skrýtnum rammarammaramma

lbnhiswpyitwekcslscvæglsæælql
hekolgroldsbvktoyplænmdhsuq
h y
t h
y a
i a
y q
u d
o z
p æ
w o
e r
r h
fvnbkilæsewaseikolpbmxcswexh
dlfknghsgbvððpleððqwercdllððcb

Hvar er Kid Rock þegar maður þarf á honum að halda?


dattbaraekkertskárraíhug

mánudagur, 11. ágúst 2008

Elísa er 9 ára í dag!


Til hamingju með daginn elskan mín

laugardagur, 9. ágúst 2008

Myndin af vélinni þarf ekkert endilega að koma textanum við, bara spurning um val


Fuglarnir á flugbrautinni grátbáðu auðkýfinginn um far með einkaþotu hans. Sögðu vængi sína laskaða eftir árekstur við Turninn í Kópavogi. Auðkýfingurinn, sem á stóran hlut í Turninum, sá þá aumur á þeim og hleypti um borð. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem fuglarnir á flugbrautinni halda suður á bóginn í einkaþotu auðkýfings.

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

JJMM

Á sínum tíma var ekki óalgengt að sjá pilsklæddar konur með sítt hár á tali við pilsklædda menn með sítt hár. En margt hefur breyst undanfarin áratug.

sunnudagur, 3. ágúst 2008

Myndbandið, hefur tekið við


Einu sinni var gott og sætt myndbandstæki á göngu sinni um stræti lífsins. Þá kom vondi DVD-kallinn og át það. Namminamminamm, heyrðist vondi DVD-kallinn segja áður en hann réðst til atlögu.

Á diskóbar ég dansaði frá sirka tólf til sjö


sunnudagur, 27. júlí 2008

Þrír töffarar við Seljalandsfoss

Valur Áki, Ólöf Ragnheiður og Elísa Rún

laugardagur, 26. júlí 2008

Af hverju er Jakob Bjarnar ekki með bloggsíðu?


Ég myndi vilja lesa blogg hjá þeim mikla meistara, Jakobi Bjarnari Grétarssyni, stjörnublaðamanni og tónlistarmanni. Vil líka fara að heyra eitthvað í Kátum Piltum (á að skrifa piltum með stóru eða litlu pjéi?), en þeir hafa ekki sent frá sér efni í ein 16 ár, ef mér skjöplast ekki. Bobbi, farðu að blogga, þú átt dyggan lesanda í mér (og örugglega mörgum öðrum), og svo að koma út efni með bestu hafnfirsku hljómsveit allra tíma.


Ps: Ætli sagan um Kate Pilts muni einhvern tíma koma út? Vona það.


Cremonese: Nappaði myndinni af Bobba á bloggi Hrafns Jökulssonar. Vona að það sé í lagi. Hrafn mætti alveg fara að blogga á nýjan leik. Og Hjalti Snær Ægisson líka. Jæja, nú er þessari færslu loksins lokið.

sunnudagur, 13. júlí 2008

égerekkiskarparienskólakrakki

Þremur vikum áður hafði verið sagt að stormur væri í aðsigi

Grámygluleg augun vilja ekki opnast upp á gátt og spurningin snýst mikið um það þessa stundina hvort fréttatímanum fari ekki bráðum að ljúka

Miklu oftar en fimmtán sinnum á dag hugsa ég um það hvort það gæti verið satt að hagkvæmt sé að reka raforkuver í litlum smábæ sem hefur hingað til haft mestar tekjur sínar af sölu póstkorta af gríðarlega fallegri og sjaldgæfri tegund hunda sem kenndir eru við afar sérkennilegt fjall sem í þoku tekur á sig hinar ýmsu myndir en sú sem flestir eru sammála um að sé einna algengust og þá sérstaklega í morgunsárið er samkvæmismyndin

Eftir storminn og þrjá bolla af kaffi var gæfuríkt um að lítast og það sem blasti við í gær var í dag með öllu horfið og þess ekki saknað

Töffaralegur skjárinn var ekki í sambandi því fréttirnar voru byrjaðar

föstudagur, 11. júlí 2008

Heysanna Hosanna


"Júdas, ég þekkti nú hann. Góður maður, misskilinn. Fólk á eftir að kunna að meta hann betur síðar og sjá hann í öðru samhengi en hann er oftast sýndur í. Þori að fullyrða það."

(Höf. Ozmond P. Douglas)

laugardagur, 5. júlí 2008

Síðuhaldara hefur borist bréf


Kæri blaðamaður. Ég vona að dagurinn í dag hafi verið þér ánægjulegur, líkt og hjá sjálfum mér. Ég byrjaði að sjálfsögðu á kaffisopa en hóf síðan að blaða í bókinni Trúðurinn eftir Heinrich Böll. Eftir um það bil sautján mínútna lestur lagði ég frá mér bók þessa og stakk kexi upp í köttinn. Hann var sáttur - lét mig aðeins strjúka á sér kviðinn - malaði þessi ósköp. Mikið held ég að það geti verið gott að vera köttur. Komið var að bloggrúnti mínum, sem oftast samanstendur af 25 til 37 síðum. Þegar ég var um það bil hálfnaður rambaði ég inn á síðu þína og leist illa á að blaðamaður slúðurtímarits, boðberi sorpblaðamennsku ásamt DV, væri að opinbera persónuleg skrif sín. En fannst samt eitthvað spunnið í skrif þín og þá taldi ég það þér til tekna að vera starfsmaður bókasafns Hafnarfjarðar, enda er það afbragðsgott bókasafn sem eingöngu ræður til sín gott starfsfólk. Og vegna þess ákvað ég að hella mér í lestur á Séð og Heyrt með opnum huga og athuga hvort skoðanir mínar á tímaritinu væru fordómafullar. Fór að sjálfsögðu í heimsókn á bókasafn Hafnarfjarðar og leigði ein 30 eintök af tímaritinu. Reyndar voru þau 29, en ég bara stóðst ekki mátið og greip einnig með mér Njálu. Það má nefnilega ekki hafa í láni meira en 30 safngögn í einu. Og ætti að vera nægilegt flestu fólki. Staldraði við í Samkaup þar sem ég keypti flösku af lýsi og ávaxtadrykk, einnig hálft rúgbrauð. Þegar heim var komið dembdi ég mér í lesturinn - las Séð og Heyrt spjaldanna á milli og rýndi einnig rækilega í ljósmyndirnar, sem eru nú ekki fáar. Undirrituðum til mikillar furðu, undrunar, og, verð ég að segja, ánægju, var lesturinn bráðskemmtilegur og lifandi. Textar flestir ágætlega og þaðan af betur skrifaðir, myndatextar frískir og fullir af orðaleikjum, og notkun ljósmynda eiginlega punkturinn yfir i-ið. Já, nú er ég farinn að skilja hvers vegna öll þjóðin leggst í lestur þessa tímarits og hvers vegna það mælist svo hátt í könnunum. Svo hef ég heyrt því fleygt að það seljist betur en heitar lummur, betur en vöfflur með rjóma og sultu og heitu kakaói á 17. júní í den. Þetta er sú blanda, sem í blaðinu er að finna, sem flestir vilja. Þarna er að finna skandala, tísku, skúbb (afsakið málfarið), stuttar og óvenjulegar fréttir, lengri viðtöl, ljósmyndasíður, heilar opnur um kynþokkafullar leikkonur í Hollywood og flottustu folana á EM (þetta var í blaðinu). Og ég sem hafði alltaf haldið að í Séð og Heyrt væri bara að finna neikvæðni og lygar, bull og vitleysu, þvælu og rökleysu og tilgangsleysi á hæsta stigi. Nei, svo aldeilis ekki. Þarna fann ég endurspeglun hins íslenska raunveruleika - eða öllu heldur það sem hinn venjulegi Íslendingur vill að endurspegli veruleika sinn. Og hann er kóngur og drottning þá stund sem það tekur að lesa blaðið upp til agna. Tímaritið færir fólki það sem það vill, þótt margir vilji ekki viðurkenna það í votta viðurvist að svo sé. Afneitar jafnvel tímaritinu - segist aldrei leggjast svo lágt að lesa það. En nú veit ég betur og vildi því senda þér þessar línur og um leið bið ég þig og allt það ágæta starfsfólk sem við tímaritið starfar innilega afsökunar á fordómum mínum og fráfræði og fullyrðingum í garð Séð og Heyrt. Þetta er stórkostlegt blað, lætur mér líða álíka vel og kettinum þegar ég strýk honum um kviðinn. Ég mala þegar ég Les Séð og Heyrt. Bestu kveðjur og gangi þér og þínum allt í haginn í framtíðinni, þinn

Moribund the Burgermeister

sunnudagur, 29. júní 2008

Muna...

Myndbandakerfi fjölbýlishúsa

fimmtudagur, 26. júní 2008

Konuhræðsla


"Eina konan sem ég er hræddur við er konan mín enda á ég með henni börn."

(Höf. Guillermo Andreotti)

miðvikudagur, 25. júní 2008

Silfurramminn

Gekk niður brekku sem virtist engan endi ætla að taka. Tölti síðan upp hlíðina sem var í sömu götu en það tók langan tíma eftir allan niðurgang brekkunnar. Efst á hlíðinni fann ég illa farið tímarit - gulnað og vel máð. Fletti því og fann þar mér til mikillar furðu grein eftir sjálfan mig. Grein sem ég hafði ekki lesið áður, fannst hún góð. Þetta getur maður, hugsaði ég upphátt. Næsta hugsun (ekki upphátt) var á þá leið að ég ætti kannski oftar að fara í göngutúr. Ég samþykki þessa hugsun en um leið og ég geri það kemur vindhviða og feykir gulnaða og máða tímaritinu út í buskann. Ég reyni að hlaupa á eftir því en finn strax að ég er orkulaus eftir allt labbið og hætti samstundis öllum tilraunum til að fanga tímaritið. Oh, ég sem vildi eiga þetta tímarit og monta mig af greininni sem ég reit í það. Jæja, ég verð þá bara að sýna fólkinu mínu greinina um stelpuna sem fór með blóm í brúðkaupið hans Bubba. Eða um leikhúsparið sem er bæði nýhætt saman og nýbyrjað saman. Og svo börnuðu þau hvort annað. Ég tók líka ljósmynd af þeim í gegnum símann af afloknu viðtalinu og ætla að ramma hana inn í silfurramma sem ég keypti í Stefánsblómum fyrir mörgum árum síðan. Hvar ég hengi myndina upp er ég ekki alveg viss um en hún á skilið að vera hengd upp. Eruð þið með einhverjar tillögur?

laugardagur, 21. júní 2008

þriðjudagur, 17. júní 2008

hæhójíbbíjibbíjibbíjei... æi, þið vitið...

...þið munið hann Jörund
Ps: Ég, Ásdís og Valur heimsóttum Hvalfjörð á sunnudaginn. Elísa var í heimsókn hjá Ínu vinkonu sinni á meðan. Stoppuðum við Fossá (þar sem þessi mynd er tekin) og á fleiri stöðum. Hvalfjörðurinn er tilvalinn fyrir rúntferðir og þar er margt að sjá.

laugardagur, 14. júní 2008

Queen

Hefði gefið mikið fyrir að sjá Queen á tónleikum á meðan Freddie var enn á meðal okkar. Mest af öllu hefði ég viljað sjá þá flytja þetta ótrúlega fallega og sorglega lag, Love Of My Life. Kemur alveg frá innstu hjartarótum.

http://youtube.com/watch?v=QtqADo-D3mQ&feature=related

fimmtudagur, 12. júní 2008

Sæt systkini


Þessi mynd var tekin í Brekkuskógi sumarið 2004. Þau eru ennþá jafn sæt. Hafa bara stækkað.

laugardagur, 7. júní 2008

Enn og aftur spekingur

Veistu hvað er mannlaust? Mannlaust þýðir að það er ekkert loft í dekkjunum.

(Höf. Valur Áki, 7. júní 2008)

Af hverju ekki?

Hjónin, Gerður og Loftur, sem komin eru á efri ár hafa nýlega fest kaup á landskika sem er rétt undan eldfjallinu fræga, Heklu; - þau hafa hugsað sér að græða skikann upp og byggja sér þar bústað.
Þegar sagan hefst liggja þau við í tjaldi á nýkeyptu eignarlandinu og eru að bíða eftir komu sonar síns sem heitir Yngvi og konu hans, Heiðu, og barni þeirra sem er varla meira en nokkurra mánaða gamalt. Þau bíða spennt eftir komu þeirra og áliti á þessum kaupum og virðist það skipta þau hjónin þó nokkuð miklu máli hvaða álit ungu hjónin fá á ráðagerðum þeirra og þó alveg sérstaklega eftir skoðun sonarins.
Það er eins og þau vilji fá staðfestingu á því að það, sem þau ætla sér með kaupum á landinu, sé bæði gott og rétt:

Yngvi þagði svo lengi að vart var einleikið. Svo slakaði hann á einbeitingunni, svipurinn óræður, í mótsögn við léttleika raddblæsins þegar hann kvað upp dóminn: Til ills fórum vér um góð héruð. Merkikerti sagði móðir hans. Hann ætlaði þá ekki að láta neitt uppskátt. Nú yrði að draga þetta upp úr honum, hvað honum raunverulega fyndist. (13-14)

fimmtudagur, 22. maí 2008

Mr.B

Við erum öll líklega Mr. Bojangles inn við beinið. Nema að við kunnum ekki öll að dansa svo vel.

miðvikudagur, 21. maí 2008