laugardagur, 26. júlí 2008

Af hverju er Jakob Bjarnar ekki með bloggsíðu?


Ég myndi vilja lesa blogg hjá þeim mikla meistara, Jakobi Bjarnari Grétarssyni, stjörnublaðamanni og tónlistarmanni. Vil líka fara að heyra eitthvað í Kátum Piltum (á að skrifa piltum með stóru eða litlu pjéi?), en þeir hafa ekki sent frá sér efni í ein 16 ár, ef mér skjöplast ekki. Bobbi, farðu að blogga, þú átt dyggan lesanda í mér (og örugglega mörgum öðrum), og svo að koma út efni með bestu hafnfirsku hljómsveit allra tíma.


Ps: Ætli sagan um Kate Pilts muni einhvern tíma koma út? Vona það.


Cremonese: Nappaði myndinni af Bobba á bloggi Hrafns Jökulssonar. Vona að það sé í lagi. Hrafn mætti alveg fara að blogga á nýjan leik. Og Hjalti Snær Ægisson líka. Jæja, nú er þessari færslu loksins lokið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ímyndið ykkur hvað það yrði mikið og skemmtilegt líf inni á athugasemdarkerfinu. Yrði mun líflegra en press.is.........

kv, Svanur

Hjalti sagði...

Já, aldrei lognmolla í kringum Bobba. Mætti honum á Laugaveginum í gær, skammt frá staðnum þar sem myndin er tekin. Ég var að koma af Ölstofunni og hann var (líklega) á leiðinni þangað. Þetta var seint í október, aðfaranótt Krispínusarmessu, árið sem kreppan mikla byrjaði, 2008.