laugardagur, 9. ágúst 2008

Myndin af vélinni þarf ekkert endilega að koma textanum við, bara spurning um val


Fuglarnir á flugbrautinni grátbáðu auðkýfinginn um far með einkaþotu hans. Sögðu vængi sína laskaða eftir árekstur við Turninn í Kópavogi. Auðkýfingurinn, sem á stóran hlut í Turninum, sá þá aumur á þeim og hleypti um borð. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem fuglarnir á flugbrautinni halda suður á bóginn í einkaþotu auðkýfings.

1 ummæli:

Hjalti sagði...

Nú, tæpum þremur mánuðum eftir að sagan um fuglana á flugbrautinni var skrifuð, horfir málið allt öðru vísi við. Það væri helst auðkýfingurinn sem ætti að þurfa að sníkja far með fuglunum næst þegar hann ætlar að skreppa til Tortola.