þriðjudagur, 25. september 2007

mánudagur, 24. september 2007

Yndisleg sýra

Sýnir fram á með áþreifanlegum (nánast) hætti hversu yndislegt eitísið, sérstaklega fyrri hluti áratugarins, gat verið. Ekki hægt annað en að brosa út í annað eða bæði, og fá lagið svo á heilann.

http://youtube.com/watch?v=cCZLHhDH4lA

miðvikudagur, 19. september 2007

I knew a man Bojangles and he'd dance for you in worn out shoes

þriðjudagur, 18. september 2007

Pælingar 15

Táknmynd af táknmynd

Hef lengi þótt pínu vænt um Richard Nixon, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Jimmy Carter líka en það er á einhvern hátt eðlilegra. Lítil hlýja í garð Ronald Reagan og Bushfeðga, þótt pabbinn hafi verið skárri. Bill Clinton hátt skrifaður.

Bandaríkjaforsetar hafa lengi vakið áhuga minn og markast það fyrst og fremst af stöðu Bandaríkjanna sem ofurveldis. Hversu lengi í viðbót þeir verða það og hvaða þjóð tekur við af þeim er erfitt að segja um. Bandaríkjaforsetar hafa mikil völd og brúa á einhvern mystískan hátt bilið á milli viðbjóðanna og letihauganna sem telja sig hafa blátt blóð í æðum, og almúgans.

Forseti hefur unnið fyrir nafnbótinni en það er ekki hægt að segja það sama um fólk sem kallað er konungborið. Ég get ekki leynt andúð minni á því fólki; fætt með silfurskeið í kjafti, gerir ekkert af viti og heldur í þokkabót að það sé á allan hátt merkilegri en ég og þú. En það er enginn merkilegri en ég og þú.

Íslendingar hafa átt forseta frá árinu 1944, en ekki er hægt að bera það saman við embætti Bandaríkjaforseta, svo dæmi sé tekið.

Hér er forseti einskonar óskhyggja um persónugerða táknmynd þjóðar. Ekki meira. Hann er nánast valdlaus og erfitt að benda með skýrum hætti á fyrir nákvæmlega hvað embættið stendur fyrir. Ég á erfitt með að koma auga á tilgang þess að halda uppi með miklum kostnaði, greiddum af almannafé, manneskju sem er forseti og lítið annað. Jú, kannski kynningarfulltrúi, lóbbýisti – maður sem markaðssetur landið, fljúgandi á Sagadeluxeclass - á rokna launum - til ótal landa.

Ég held að Einar Bárðarson gæti gert þetta manna best og það væri í raun nóg að setja hann á launaskrá, hlaða á hann verkefnum og nota peningana sem fara í forsetaembættið til þess að bæta heilbrigðiskerfið. Einar myndi síðan örugglega skila hagnaði sem færi í annað þjóðþrifaverk – samgöngumálin.

Og nú erum við farin að horfa fram á framfarir en ekki táknmynd af táknmynd af draumi sem aldrei hefur ræst.

Víkurfréttir, 19.apríl 2007

fimmtudagur, 13. september 2007

Fljótgert

#: She´s so high.

%: She also likes girls and boys.

#: To the end.

%: To the end of the century?

#: Stereotypes not included.

%: You´re a charmless man.

#: You´ve got the beetlebum, face it.

%: No, I´m just tender.

#: And I´ve got no distance left to run

miðvikudagur, 12. september 2007

Minnumst Biko


Fæddist 18. desember, árið 1946, í King William's Town, Eastern Cape, Suður-Afríku.

Lést 12. september, árið 1977, í fangaklefa í Pretoríu, Suður-Afríku.

Lesið um Biko: http://africanhistory.about.com/library/biographies/blbio-stevebiko.htm

Stephen Bantu Biko, kallaður Steve, lést þennan dag fyrir þrjátíu árum síðan. Hann var barinn til ólífis af lögreglumönnum í Suður-Afríku, eftir "yfirheyrslu."

Dauði hans hafði mikil áhrif í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku.

Ég man fyrst eftir nafninu Biko þegar samnefnt lag eftir Peter Gabriel var gefið út árið 1980. Lagið er frábært, í textanum er sögð grimm saga. Lagið heldur nafni Biko á lofti. Popp og pólitík fara svo sannarlega saman.

Og hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá mun rithöfundurinn J.M. Coetzee, frá Suður-Afríku, halda í dag fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands, klukkan 16, nánar tiltekið. Coetzee er gestur bókmenntahátíðar og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir fjórum árum síðan. Hann kemur sjaldan fram opinberlega. Þykir erfiður, þykir sérstakur, kannski eins og Biko heitinn, landi hans?

En skyldi Coetzee, sem fæddist sex árum áður en Biko, eitthvað í sínum fyrirlestri í dag minnast á Biko, líf hans og dauða og þá staðreynd að í dag eru 30 ár liðin frá dauða hans?

Vonandi.

Önnur mynd af Elísu þegar hún var á Hjalla. Aðeins búin að stækka síðan.


mánudagur, 10. september 2007

Valur Áki, 8. október, 2003. Alveg splunkunýr. Nokkurra mínútna gamall.


Var að gamni að fara aðeins í gegnum myndir sem ég tók af Val rétt eftir fæðingu. Hann kom alveg sex vikum fyrir tímann - var lítill og mjór en alveg heilsuhraustur. Hér er ein af honum tekin um það bil 50 mínútum eftir fæðingu. Bæ, bæ.

miðvikudagur, 5. september 2007

Dvergurinn sem dó


Fannst alltaf, og finnst enn, svo sorglegt þegar dvergurinn deyr í myndbandinu við lagið All I Want Is You með U2. Svo sorgleg saga um væntingar og óendurgoldna ást - stef sem vissulega hefur áður heyrst og mun alltaf halda áfram að heyrast. Útgáfurnar mismunandi. Hvað segið þið?

mánudagur, 3. september 2007

erðanúmúsíkspurning - eða kóngsindversk vörn?


Er það nú spurning, til hamingju ég. Svo byrjar ballið (Andardrátturinn er skilyrtur því honum fylgja bæði kvaðir og ekkikvaðir. Sterk lyktin bærist meðfram hinum nýju kenningum sem gefa skít í póstmóderníska hugsun og hegðun (sé hún til) og gleymir alveg rauða þræðinum sem kom frá Kína. Þessi sterka lykt gefur fyrirheit, bæði ljót og fögur, um ímyndaðan kvalalosta og uppstokkun (Það er ekki alslæmt, það getur verið gott að koma á einhvern stað og þurfa að horfast í augu við sjálfan sig. Með upphrópunarmerki á allri sálinni sem öskra stanslaust án þess að nokkur heyri nema þú - hvað i fjandanum ertu að gera drengur!!! Af hverju ertu ekki kominn lengra? En ég segi það satt við þig, það getur verið ágætt að vakna upp á bensínstöð, fá nægt rými og tíma til að hugsa um stöðuna þó það geti verið mjög óþægilegt. Það er margt verra til en samt er...).