föstudagur, 29. júní 2007

Að míga inn í Skoda - hversu margir hafa gert það?

Það hafa margir migið fram af svölum en ég veit aðeins um einn sem hefur migið inn í Skodabifreið. Það var um Verslunarmannahelgina 1991. Í Hafnarfirði, gatan, sem atvikið átti sér stað við, hét og heitir enn Hraunkambur.

þriðjudagur, 26. júní 2007

I've Got the Joy


I've got the joy, joy, joy, joy down in my heart.

Where? Down in my heart!

Where? Down in my heart!

I've got the joy, joy, joy, joy down in my heart,

down in my heart, down in my heart to stay.

And if the Devil doesn't like it he can sit on a tack.

OUCH

Sit on a tack.

OUCH

Sit on a tack.

And if the Devil doesn't like it he can sit on a tack.

Sit on a tack today.

mánudagur, 25. júní 2007

Heldurðu að eplin muni hækka í verði?

Þorgeir Ásmundur: Heldurðu að eplin muni hækka í verði?

Steini Diskó: Já, á því er enginn vafi, það gerist alltaf á þessum árstíma og þú veist það mætavel.

Þorgeir Ásmundur: Ég þarf að koma í það minnsta einu kílói til Ástralíu. Heldurðu að þú getir lyft undir með mér í því máli?

Steini Diskó: O ætli ekki, það þarf að heyja. Ég kem þá bara með gardínurnar til þín í staðinn eins og undanfarin ár - það samkomulag stendur, vænti ég?

Þorgeir Ásmundur: Jú, jú, væri nokkur ástæða til annars?

Steini Diskó: Ég held að það sé verið að banka á dyrnar hjá þér - ætlarðu ekki að svara?

Þorgeir Ásmundur: Ha, jú, ég bara heyrði ekki, ég er farinn að heyra aðeins ver en áður. Þetta eru væntanlega þeir bræður, Birgir og Ísleifur.

Steini Diskó: Hvað vilja þeir svona snemma dags?

Þorgeir Ásmundur: Greina mér frá einhverjum tímamótum eða að lesa fyrir mig upp úr blaðinu. Þó er ég vel læs.

sunnudagur, 24. júní 2007

föstudagur, 22. júní 2007

Föstudagskvöldsþátturinn


Þáttaspyrjandi: "Þú hefur lengi aðhyllst blöndu af módernískum og marxískum hugmyndum, hugmyndafræði beggja í bland. Einskonar póstmódernísk blanda af þessu tvennu. Eða er hægt að segja svo?"


Konráð Adenauer: "Hiklaust. Hef heyrt margt vitlausara."


Þáttaspyrjandi: "Hefur þetta fært lífi þínu aukið innihald, jafnvel framkallað gleðistundir?"


Konráð Adenauer: "Nei."


Þáttaspyrjandi: "En þá að öðru. Barátta þín fyrir afnámi aðkilnaðarstefnu þeirri er Gibbonapar halda á lofti og kvelja rúmlega helming þegna lands síns með er þér ákaflega hugleikin. Af hverju?"


Konráð Adenauer: "Þetta eru ættingjar okkar, þetta er fólkið, þetta erum við. Engan aðskilnað á þessari jörðu. Eitthvað annað, en ekki aðskilnaðarstefnu."


Þáttaspyrjandi: "Nú, þættinum er lokið að þessu sinni. Ég þakka þér, Konráð, fyrir að koma hér í viðtal, það hefur verið gott af spjalla við þig. Næsti viðmælandi minn, næstkomandi föstudagskvöld, er enginn annar en Roadrunner. Hann hefur eflaust frá mörgu að segja enda hefur hann lengi barist við sína djöfla, eða djöful, öllu heldur, og þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Þangað til næst bið ég alla að hugsa fallega um náungann. Góða nótt."

Free Love

Spyrill: "Datt þér aldrei í hug demantshringur?"

Vera sem svarar spyrli: "Nei, ég var meira að hugsa um Brahms."

fimmtudagur, 21. júní 2007

datt í vaskinn

synti á milli glasanna

drakk í mig uppþvottalög

snerti hnífana með fingrunum

sleikti diskana með tungunni

synti skriðsund bakka á milli

tók tappann úr og

HVARF!

Höf. Áev.

þriðjudagur, 19. júní 2007

Skemmtileg setning frá skemmtilegri frænku


"Það var svo heitt í Frakklandi að maður varð bara að sofa allsber. Maður þurfti eiginlega að klæða sig úr húðinni."


Höf. Ólöf Ragnheiður Kristjónsdóttir, 6 ára, að verða 7, nýkominn úr ferð um Belgíu og Frakkland, í júní.

Ó, þú tímalausa snilld, ég þig dái

http://www.youtube.com/watch?v=5VczM3lQN64

laugardagur, 16. júní 2007

drengurinn í þorpinu

Serbneski drengurinn biður frænda sinn að fara í ríkið fyrir sig,

en hann tekur það ekki í mál.

"Þú ert alltof ungur, þú átt að dansa, ekki drekka," segir frændinn reiðilega.

"En það er svo leiðinlegt að dansa ódrukkinn," svarar drengurinn að bragði.

"Farðu nú, ég má ekki vera að þessu, ég hef öðrum hnöppum að hneppa," og tónninn hjá frænda hefur mildast aðeins.

"Hvað ertu að fara að gera?," segir drengurinn með þjósti, enda var hann búinn að lofa vinum sínum að útvega áfengi fyrir kvöldið.

Það er varla að frændinn nenni að svara drengnum, en þar sem hann er þekktur í þorpinu fyrir að koma vel fram við ungviðið, hreytir hann þessu út úr sér:

"Ég þarf að taka Kóraninn upp á segulband.”

miðvikudagur, 13. júní 2007

þriðjudagur, 12. júní 2007

I


Frábært lag og frábær texti = Sjaldgæft

Arcade Fire - Intervention

The king's taken back the throne.
The useless seed is sown.
When they say they're cutting off the phone,
I tell 'em you're not home.
No place to hide,
You were fighting as a soldier on their side.
You're still a soldier in your mind,
Though nothing's on the line.
You say it's money that we need,
As if we're only mouths to feed.
I know no matter what you say,
There are some debts you'll never pay.
Working for the Church while your family dies.
You take what they give you
And you keep it inside.
Every spark of friendship and love will die without a home.
Hear the soldier groan, We'll go at it alone.
I can taste the fear.
Lift me up and take me out of here.
Don't wanna fight, don't wanna die,
Just wanna hear you cry
Who's gonna throw the very first stone?
Oh! who's gonna reset the bone?
Walking with your head in a sling
Wanna hear the soldier sing:
Been working for the Church while my family dies.
Your little baby sister's gonna lose her mind.
Every spark of friendship and love will die without a home.
Hear the soldier groan, We'll go at it alone.
I can taste your fear (Taste your fear)
It's gonna lift you up and take you out of here (Take you out of here)
And the bone shall never heal; I care not if you kneel.
We can't find you now (can't find you now)
But they're gonna get their money back somehow (they're gonna get their money back somehow)
And when you finally disappear, We'll just say you were never here.
Been working for the Church while your life falls apart (your life will fall apart)
Singin' hallelujah with the fear in your heart (the fear is in your heart)
Every spark of friendship and love will die without a home.
Hear the soldier groan, We'll go at it alone
Hear the soldier groan, We'll go at it alone.

mánudagur, 11. júní 2007

Pælingar 10

Sjúkleiki og skerðing á tímum allsnægta!

Af hverju koma ráðamenn svo illa fram við fólk sem átti stóran þátt í uppbyggingu þjóðarinnar á síðustu öld? Hvers vegna er mörgum eldri borgurum rétt gert kleift að hanga á horriminni þegar þeim ætti að vera umbunað framlag sitt til þjóðfélagsins?

Talað er um góðæri og víst er að féfíklarnir á toppi bankanna maka krókinn og finnast siðlaust athæfi á borð við kaupréttarsamninga jafn sjálfsagt og það að venjuleg fjölskylda berjist um hver mánaðarmót við að halda sínu. En þessu bankapakki er reyndar sama um almenning - það hefur þegar tryggt afkomu sína og sinna með innherjaviðskiptum og kaupréttarsamningum.

Svo stjórnvöld með Haarde forsætisráðherra, arftaka Davíðs konungs, sem skeit yfir öryrka og ellilífeyrisþega: Hvað er þetta lið að rífa kjaft – hefur það gott, þarf ekki að vinna!

Þetta er það sem ég les úr svörum ráðamanna á s.l. árum.

Síðan eru aðrir andskotar – stjórnendur lífeyrissjóðanna og þá fer fyrst ælan að gera vart um sig í kokinu. Mannleysur sem bruðla með fé sem heiðvirt fólk hefur skrapað saman á langri vinnuævi en fær lítið að njóta af. Nú eru lífeyrissjóðirnir að skerða réttindi öryrka – segja þá í raun ræfla sem kría út peninga því þeir nenni ekki að vinna!

Svo má fullfrískt fólk sem komið er á “aldur” ekki vinna sér inn skilding; nei, þá verður að skerða lífeyri þess! Þvílíkt óréttlæti í samfélagi sem montar sig af því að vera laust við spillingu.

Velmegun á að vera mikil í dag en venjulegir launþegar, aldraðir og öryrkjar njóta hennar lítt. Manngæskunni er ekki fyrir að fara og sjúkleiki þjóðfélagsins endurspeglast með áberandi hætti; eftir því sem við eigum að hafa það betra er verið að ráðast með beinum hætti á þá sem minnst mega sín.

Ráðamönnum er sama um annað en eigin grálúsugu rassgöt og það er það sem frjálshyggjan stendur fyrir! Ellilífeyrisþegar, öryrkjar og þeir sem ekki eru tengdir ráðamönnum og bankaglæponum og öðru slíku peningagræðgis- og sérhagsmunahyski, mega fara fjandans til!

Svona er Ísland í dag.

Víkurfréttir, 19. október 2006

laugardagur, 9. júní 2007

Ég sá kúk á labbi

Jósep: Ég sá kúk á labbi áðan.

Karl Ólafur: Ha, hvað sástu?

Jósep: Kúk á labbi.

Karl Ólafur: Hvað meinarðu, kúk á labbi, gangandi kúk?

Jósep: Já, það var strákur með kúknum, voru svona eins og par, kærustupar.

Karl Ólafur: Ertu alveg viss um að það hafi verið kúkur, ekki maður.

Jósep: Ja, þetta var mun líkara kúk en manni.

Karl Ólafur: Ég hef aldrei vitað til þess að kúkur geti labbað.

Jósep: Ekki ég heldur, en maður getur ekki vitað allt. Það er alltaf eitthvað nýtt að koma í ljós, tækninýjungar og svona, erfðafræði, Decode og þar fram eftir götunum.

Karl Ólafur: Slíkt hefur nú væntanlega ekkert með kúk að gera, eða heldurðu það?

Jósep: Gæti eins verið. Kúkur er ekkert verri en hvað annað.

Karl Ólafur: Jú, hann er nú það. Kúkur hefur aldrei verið talinn neitt spennandi.

Jósep: Það er nú til fólk, þú veist, sem fílar, æi, ég get varla sagt þetta.

Karl Ólafur: Ég veit, þetta er óþægileg tilhugsun, en ég veit hvað þú ert að fara. En við skulum ekki taka þessa umræðu lengra.

Jósep: Nei, alveg rétt hjá þér.

Karl Ólafur: En segðu mér samt aðeins meira frá þessum kúk sem þú sást á labbi, eða kannski við ættum að nota lögfræðimál, tala um hinn meinta kúk.

Jósep: Þetta var á Strandgötunni, rétt við gamla slippinn. Ég gat ekki betur séð en þarna væri kúkur á labbi. Í gönguferð með maka sínum eða vini, myndi þó frekar giska á að um hefði verið að ræða maka.

Karl Ólafur: Fannstu einhverja lykt?

Jósep: Ertu að meina kúkalykt?

Karl Ólafur: Já, þú veist alveg að ég var að meina kúkalykt.

Jósep: Bílrúðurnar voru ekki opnar og því fann ég enga lykt aðra en þá sem var í bílnum þá stundina.

Karl Ólafur: Getur þetta ekki bara hafa verið stelpa, jafnvel strákur, sem hefur farið mikinn í notkun á svokölluðu brúnkukremi.

Jósep: Brúnkukremi. Ég hef heyrt um slíkt. En þá held ég að notkunin hafi nú verið öllu meiri en óhófleg, þetta hefur nánast verið eins og skítadreifarinn í sveitinni hér í den.

Karl Ólafur: Þetta er lenska nú til dags. Að maka sig frá toppi til táar í kremi, brúnkukremi, til að virðast vera sólbrúnn. Sólin sjálf er víst skaðleg og sólbaðsstofur víst einnig, það er að segja hinir svokölluðu ljósabekkir. Þá er gripið til þess ráðs að nota brúnkukremið.

Jósep: Já, svona líka. Ekki finnst mér það eftirsóknarvert að líta út eins og kúkur.

Karl Ólafur: Sama segi ég, og ekki veit ég um neinn í minni eða þinni sveit, sem hefur löngun til þess að líta út eins og kúkur. En það er greinilegt að ekki eru allir á sama máli og ég og þú.

Jósep: Þetta hefur líklega verið stelpukúkur. Kannski klaufalega til orða tekið hjá mér. Þetta var líklega stelpa sem leit út eins og kúkur.

Karl Ólafur: Hafi þetta verið strákur þá hefur þetta verið stelpulegur strákakúkur. Eða þannig.

Jósep: Þetta var líklega ekki kúkur. Eftir því sem ég hugsa meira um þetta þá getur þetta varla hafa verið kúkur - það er frekar ósennilegt.

Karl Ólafur: Já, það er ósennilegt. Við getum ekki útilokað neitt. En ég hallast einnig að því að þetta hafi ekki verið kúkur.

Jósep: En hvað eigum við að fá okkur að borða, og hvar?

Karl Ólafur: Eigum við ekki bara að fara á Hróa?

Jósep: Jú, fínt, förum að drífa okkur.

miðvikudagur, 6. júní 2007

Söknuður með sápubragði

Það er mannlegt að sakna. Gömlu góðu dagarnir, hvíti kötturinn sem Jón bróðir átti (var nefndur Oddur), Svavar Gestsson, sumarið ´91, og svo framvegis og framvegis.

En er eðlilegt að sakna uppvasksins?

Eftir að við festum kaup á uppþvottavél, og notkun hennar hófst, hefur gripið um sig hjá mér ákveðinn tómleiki sem ég vil kalla söknuð. Eða ákveðinn söknuður sem hægt væri að kalla tómleika. Jeh, jeh.

Hér áður fyrr (ekki langt síðan) var það upp að ákveðnu marki tilhlökkunarefni að hefjast handa við uppvaskið. Góð tónlist var sett undir geislann, einn kaldur opnaður, síðan var mátulega heitt vatnið látið vinna á leirtauinu með dyggri aðstoð uppþvottabursta og hreinsiefnis, kallað uppþvottalögur.

Einskonar trans átti það til að falla á manninn með burstann og vinnan var leikur einn, útsýnið úr eldhúsglugganum hreint út sagt prýðilegt. Svo var annar kaldur opnaður (ef laurtauið hafði hrannast upp (sem það gerði nánast undantekningarlaust)) og verkið klárað með sóma. Ljúf tónlistin sem til dæmis Michael Stipe sá um að flytja ásamt félögum sínum rann vel niður með ölinu. Stundum var föstudagskvöld.

Að vera einn með sjálfum sér og tónlist og bjór er ekki amalegt, sérstaklega ef uppvaskið bíður manns.

Já, það er eðlilegt að sakna uppvasksins, svo ég svari nú sjálfum mér.

þriðjudagur, 5. júní 2007

Pælingar 9


Viva Hafnarfjörður!

FH varð Íslandsmeistari í efstu deild karla í fótbolta á laugardaginn - þriðja árið í röð. Frábært afrek og undirstrikar hversu öflugur íþróttabær Hafnarfjörður er. Bærinn hefur lengi verið þekktur fyrir íþróttaafrek og hafa til dæmis Haukar átt besta handboltalið landsins undanfarin áratug. Þá hefur Frjálsíþróttadeild FH átt besta lið landsins í meira en áratug og það má segja að í flestum íþróttum sem stundaðar eru á Íslandi séum við Hafnfirðingar í fremstu röð eða svo gott sem. Ég gæti nefnt mun fleiri íþróttadæmi en sökum plássleysis verður svo ekki gert (svo má maður passa sig í öllu Hafnarfjarðarmontinu!).

Hins vegar fögnuðu ekki allir í Hafnarfirði á laugardaginn því lið Hauka í fótbolta féll þá í 2. deild. Ég fagnaði því svo sannarlega ekki þótt ég sé uppalinn í FH. Mér þykir miður ef einhverjir stuðningsmenn FH hafi fagnað falli Hauka því mér er hlýtt til félagsins. Af hverju? Það er í Hafnarfirði og auk þess sem fullt af góðu fólki sem ég þekki heldur með þessu blómlega félagi sem skilað hefur miklu til bæjarfélagsins – rétt eins og FH og önnur íþróttafélög hér í bæ.
Á tíðum ferðum mínum um Suðurnesin - höfuðvígi körfuboltans á Íslandi - þegar ég skrifaði sem mest um íþróttir í gamla DV - varð ég var við svipaðan hugsunarhátt og þann sem ég er hér að prédika; þrátt fyrir innbyrðis ríg Suðurnesjamanna vildu langflestir stuðningsmenn íþróttafélaganna þar - sem ég kom að máli við - ekki að titlarnir færu út fyrir Suðurnesin.

Keflvíkingar vilja miklu frekar að Njarðvíkingar nái að hampa Íslandsmeistaratitlinum geti þeir það ekki sjálfir. Og öfugt. Suðurnesjamenn vilja ekki að önnur félög hrifsi til sín titlana í körfunni sem hafa verið þeirra meira og minna síðastliðinn aldarfjórðung. Svoleiðis hugsa ég og vildi að flestir Hafnfirðingar gerðu það sama því þetta smitar jákvæðri samkeppni út frá sér.
Ps: Kvennalið FH í fótbolta hampaði sigri á fyrsta Íslandsmótinu í efstu deild, árið 1972.
32 árum síðar fylgdi karlaliðið í kjölfarið.

Víkurfréttir, 21. september 2006

mánudagur, 4. júní 2007

Hljómsveitin R.E.M.

"Viltu tófú?," sagði stelpan um leið og hún teygði sig í edikið.
"Já, takk," svaraði ég um hæl og bætti um betur svona til þess að sýnast vel að mér í grasafræði. "Ef þú ættir klettasalat með þá væri það frábært. Mér finnst alltof lítið borðað af klettasalati hér á landi."
Hún hristi hausinn og virtist frekar raunaleg, allt að því döpur. Var það spurningin um klettasalatið sem varð þess valdandi að hún varð allt að því raunaleg, frekar döpur, eða eitthvað annað?
"Ég var aðallega að meina að mér finnst alltof mikið látið með iceberg hér á landi, það er eins og það sé eina æta grænmetið."
Úpps! Af hverju hélt ég áfram að tala um klettasalat og af hverju þurfti ég að blanda iceberg í málið?
Hvaða mál?
Þetta var ekkert mál þangað til ég byrjaði að bulla eftir að hún spurði hvort ég vildi tófú.

föstudagur, 1. júní 2007

Svengd Vals Áka


Valur Áki: Ég er svangur.


Faðir Vals Áka: Ég skal gefa þér að borða, hvað viltu?


Valur Áki: Kleinuhring og kókómjólk.


Faðir Vals Áka: Já, þú mátt fá kleinuhring og kókómjólk. En þú veist að þú mátt ekki fara með matinn inn í herbergið þitt. Þú verður að borða matinn inni í eldhúsi.


Valur Áki: Ég er ekki svangur þar.


Ljósvakinn III

Morgunblaðið. Þriðjudaginn 20. september, 2005 - Fjölmiðlar
Ljósvakinn

Áfram X-FM

Það var vont þegar hinir miklu markaðssnillingar 365 ákváðu fyrr á árinu að leggja niður tvær bestu útvarpsstöðvar þess fjölmiðlafélags, Skonrokk og X-ið. Þær þóttu ekki skila nægilega miklu fé. Áfram skyldi haldið að útvarpa froðunni frá FM 957 og meðalmennskunni á Bylgjunni, þar sem markmiðið er að allir finni tónlist við sitt hæfi. Bylgjan spilar steingelda tónlist sem engan truflar og engum hreyfir við og það virðist vera markmiðið og því hafa Bylgjumenn svo sannarlega náð.

En aftur að dauða Skonrokks og X-ins. Engin svipuð stöð og Skonrokk hefur á ný verið sett á laggirnar en djarfir, ungir og skemmtilega ruglaðir menn, settu á stofn útvarpsstöðina X-FM. Og viti menn, þeir fengu þrælmikla hlustun, og hvað skyldi hafa gerst þá? Nú, auðvitað endurreisti 365 X-ið. Forráðamenn 365 vildu þó ekki kannast við að þeir hefðu endurreist X-ið í kjölfar vinsælda X-FM en því rugli trúir ekki nokkur kjaftur. Hins vegar er nýja X-ið ekki nema daufur skuggi af X-FM, hálfgerður uppvakningur.

X-FM er hins vegar, ásamt Rás 2, langbesta og ferskasta tónlistarútvarpið hér á landi - þar ráða menn ríkjum sem kunna að rífa kjaft og hafa vit á tónlist. Í það minnsta kann Freysi að rífa kjaft og Smári Tarfur veit ýmislegt um tónlist. Með svona menn innanborðs er gaman að hlusta á þessa stöð og sjá hversu kraftmiklir menn fá áorkað fái þeir á annað borð frið fyrir einhverjum markaðsfíflum sem allt þykjast vita um rekstur.

Það sem menn á borð við Freysa og Smára Tarf vita er að unga fólkið í dag, og margir fleiri, vilja hlusta á kraftmikið, ferskt og ögrandi útvarp og ekkert kjaftæði. Þar sem engir "playlistar" eru í gangi og menn geta óhræddir mætt í vinnuna og gert það sem þeir vilja án þess að einhverjar mannvitsbrekkur í teinóttum jakkafötum séu eitthvað að krefja menn um ákveðna hegðun og það að spila ákveðna tónlist vegna þess að þeir haldi að það sé það sem geri gott útvarp.
Staðreyndin er allt önnur og ég hvet þá á X-FM til dáða, þið eruð að gera frábæra hluti.

Svanur Már Snorrason