mánudagur, 6. október 2008

WALL-E

Sverrir, ég bað þig um að fara út með ruslið fyrir hálftíma. Það er liðinn klukkutími síðan ég bað þig að taka úr þvottavélinni og skella þvottinum í þurrkarann. Sverrir, þú hlýðir engu. Viltu ekki hlýða?

Sverrir, er lengi til svars, en síðar um kvöldið ákveður hann að svara konu sinni með tölvupósti: Nei, ég vil ekki hlýða, það er svo leiðinlegt og niðurlægjandi. Ég vil frekar lesa góða bók, helst ljóðabók eftir Sigurð Pálsson. Hann er uppáhalds ljóskáldið mitt. Uppáhalds íslenska ljóðskáldið mitt. Uppáhalds útlenska ljóðskáldið mitt er Walt Whitman. En uppáhaldsljóðaþýðandinn minn í öllum heiminum er Magnús Ásgeirsson.

Jæja, jæja, var það eina sem heyrðist í konu Sverris þegar hún var búin að lesa tölvupóstinn frá honum. Svo fór hún að ryksuga því saumaklúbburinn var að koma í heimsókn eftir þrjár klukkustundir og þrjá stundarfjórðunga.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á eftir að prufa þetta!

kv

Diddi

Nafnlaus sagði...

Gæti kannski virkað :)

Kv, Svanur

Hjalti sagði...

Um leið og ég sá Sverrisnafnið þar sem það kom fyrir í fyrsta sinn í textanum datt mér samstundis í hug Sverrir Ólafsson, listamaður og jurtaræktandi í Straumi. Við áframhaldandi lestur sögunnar styrktist sú mynd. Svona getur maður verið góður að giska, giskinn heitir það víst. Skyldi Björn grillir hafa verið giskinn?

Þá er skáldið sælast, er það sefur.