mánudagur, 1. desember 2008

Spur(t)




Ég gúggla Spur. Fæ upp mynd og spyr (eins og bjáni?): Af hverju er staða RÚV svona slæm? Er RÚV útrásarvíkingur? Ég skil þetta ekki. En víst þeir þurfa að segja upp fólki væri auðvitað nærtækast að segja upp þeim sem hafa mestu launin. Get lofað því að það er til jafnhæft, örugglega hæfara fólk, sem væri til í að taka að sér störf toppanna fyrir einn þriðja, jafnvel einn fjórða af launum þeirra. Myndi skila starfinu betur en þeir sem núna hafa völdin og telja sig ómissandi, alveg að drepast úr hroka. Hversu ógeðslegt er það að fullt af góðu fólki sé sagt upp á meðan bossinn er á lúxusjeppa (partur af launasamningi!) og þrumulaunum. Og ýmsir aðrir á topplaunum án þess að skara eitthvað fram úr. Burt með þetta lið, það þarf að hreinsa til á fleiri stöðum en í bönkunum og á Alþingi.

2 ummæli:

Hjalti sagði...

Já, það þarf sko að hreinsa til uppá RÚV. Til þess þarf skúringakonur með sitt skúringakonukjaftæði.

Nafnlaus sagði...



Svanur