Hefði gefið mikið fyrir að sjá Queen á tónleikum á meðan Freddie var enn á meðal okkar. Mest af öllu hefði ég viljað sjá þá flytja þetta ótrúlega fallega og sorglega lag, Love Of My Life. Kemur alveg frá innstu hjartarótum.
http://youtube.com/watch?v=QtqADo-D3mQ&feature=related
1 ummæli:
"Love of My Life" er sannarlega gott lag eins og fleiri lög á sömu plötu, Night at the Opera. Nefna má "'39" og svo náttúrlega "Bohemian Rhapsody" sem var þó gefið út í einhverjum greitesthitspakka um daginn í tuttugasta og fjórtánda sinn. Ég klökkna mjög auðveldlega við að heyra Brian May þenja gígjuna.
Skrifa ummæli