þriðjudagur, 16. desember 2008

Fjaðrafok?


Hvað er málið með þetta dæmi á DV? Er þetta kannski fjaðrafok? Hlakkar í mörgum að níða skóinn af DV. Líka þeim sem stunda "þögla" blaðamennsku - sem telja sig vita hvað almenningur þarf að vita og hvað ekki. Það þarf margskonar blaðamennsku, alltaf. Ekki bara uppdregna mynd af samfélagi þar sem allt á að vera með kyrrum kjörum, en ekkert endilega mynd sem æpir á mann. Báðar myndir.


Ps: Hvernig ætli samfélagið væri ef fólk upp til hópa myndi bera á sér upptökutæki og taka upp hvert einasta samtal sem það ætti við annað fólk? Örugglega öðruvísi, kannski betra, kannski ekki.

2 ummæli:

Hjalti sagði...

Hitti Jón Bjarka á bar um helgina. Honum leiddist ekki að baða sig í athyglinni. Enda einn af bestu mönnum DV.

Nafnlaus sagði...

Hatar ekki athyglina. Bar það með sér frá fyrsta degi og fyrstu setningu. Bara svo erfitt að vega og meta í þessum málum. Í alvöru. Bowie alltaf góður og Dylan (einn af flýja umræðuna!!!!! :) )

Kv, Svanur