laugardagur, 13. desember 2008

Með póstinum kemur pakki

Ég bíð á bjargbrúninni

Þú talar í símann en heyrir ekki neitt

Ég er illa klæddur en í góðum skóm

Þú heldur fast um símtólið, enda hrædd um að það fari frá þér

Ég vil að bjargbrúnin bíði eftir mér en veit ekki hvort hún gerir það því við vorum bara rétt að kynnast og hún veit auðvitað ekki hvaða mann ég hef að geyma

Þú vilt fá stóra afmælisköku, skreytta með Playmobil og sígarettustubbum

Ég vil bara bjór og horfa á myndbönd með Depeche Mode og David Bowie, heldurðu að það sé hægt að koma því við?

Ef þú reddar Playmobil og sígarettustubbum skal ég redda bjór, Bowie og Depeche Mode

Samkomulagið innsiglað með kossi

Æ hvað það var sætt

(Höf. Rúnar Albert Sigþórsson)

2 ummæli:

Hjalti sagði...

Það er eitthvað hér inni í líkama mínum og það er kallað hjarta. Þú veist hve auðvelt það er að rífa það í sundur.

Með vindinum kemur kvíðinn.

Nafnlaus sagði...

Athyglivert ef Bubbi og DM tækju höndum saman, semdu lag og texta og fengju kannski Lynyrd Skynyrd og Grand Funk Railroad til að útsetja og svo MGMT til að stýra upptökum ásamt Lay Low. :) Brosum

Kv, SMS