mánudagur, 10. ágúst 2009

Viðtal við skáld/listamann 2


"Hvar eigum við að byrja," spyr ég frekar feimnislega. En bæti strax við áður en skáldið nær að svara. "Eigum við að tala um Túnþökur kjallarans? Þitt fyrsta útgefna verk, eða leitar hugur annað?"
"Alveg eins gott að byrja þar, einhversstaðar verðum við að byrja, en ég tala nú yfirleitt ekki mikið um það verk - finnst það bæði ófullkomið og yndislegt, viðkvæmt en þó þar svo margt að finna; þarna byrjaði ég - með úkomu bókarinnar gat ég kallað sjálfan mig rithöfund, og það var mér mikilvægt. En bókin er skrifuð á skömmum tíma, ég datt í stuð, svo ég noti nú ungæðislegt tungutak. Skrifin tóku ekki nema sex daga. Hvíldi mig þann sjöunda, og á þeim áttunda hringdi ég í vin minn sem var að vinna hjá bókaforlagi og hafði lengi hvatt mig til skrifta. Bað hann að líta við um kvöldið, ég skyldi gefa honum í glas, gegn því að hann liti á smotterí sem ég hafði sett niður á blað!" Þarna skellir skáldið upp úr, teygir sig svo í viskíflöskuna og fyllir glös okkar beggja, sem nokkrum andartökum áður höfðu tæmst.

Viðtal við skáld/listamann 1


Hann er skáld, listamaður. Þið þekkið hann. Nafnið, andlitið, verkin. Sjáið myndirnar, lesið myndatextann. Hegbart Ólíver var hann skírður, kallar sig Hólí. "Kallaðu mig bara það sem þú vilt í þessu viðtali, ég sker á hégómann," segir hann sinni fallegu, mjúku og skáldlegu röddu, og um leið er eins og öllum höftum sé aflétt og ég get rólegur sest niður í djúpbláan leðursófann. Og þigg með þökkum glas af viskí, Jameson.
"Viltu ekki bara byrja?"

sunnudagur, 9. ágúst 2009

Samtal. Er Beggi heima?


Síminn hringir. Ég (eða einhver annar, sá ræður sem setur þetta upp) er á öðrum enda línunnar. Það er svarað á hinum enda línunnar.

"Halló."

"Halló," segi ég og spyr kurteisislega hver þetta sé. "Þetta er Pacas."

"Sæll Pacas," segi ég kurteisislega og bæti við: "Er ég að trufla þig?"

"Nei, nei," segir lífsglöð rödd þessa litríka Brasilíumanns sem fann ástina hér á landi. En hann spyr: "Hver ert þú?"

Mér er nokkuð brugðið - átti ekki von á þessari spurningu, en svo átta ég mig á því mér til mikillar skelfingar að ég gleymdi að kynna mig með nafni.

Pacas, þessi kurteisi maður, átti það ekki skilið, hvorki frá mér, sem manneskju og blaðamanni, né nokkrum öðrum. Hann á allt gott skilið.

En samt sagði ég bara eina setningu í viðbót í okkar samtali, og ég veit ekki af hverju ég var svona grimmur - ég bara fraus og sagði: "Er Beggi heima?"

Lifandi flutningur


Það er svo margt í þessum orðum.

Hvað er blaðamennska?


Svar óskast ekki.

þriðjudagur, 4. ágúst 2009

Hélt alltaf með Karpov




gegn Kasparov. En tel þó án nokkurs vafa að Bobby Fischer og Garry Kasparov séu bestu skákmenn sögunnar. Anatoly Karpov þar skammt undan. En hvað veit ég. Þarna er í það minnsta Fischer grafinn

laugardagur, 1. ágúst 2009

Don´t worry beibí (lag)


Fáránleikinn - lögbann - bankaleynd - og þetta er ekkert djók - það er það versta - hvað er til ráða? Við verðum að gera aðra byltingu, fljótlega. Undirbúningur fer væntanlega að hefjast. Hvað er að þessu liði í bönkunum, hvað er að þessu fjármálasukksliði, í alvöru, hvað er að því? Það hlýtur að vera með einhvern sjúkdóm, hættulegri en siðleysi og græðgi. Almenningur læknar þetta, stjórnvöld geta það ekki. Byltingin verður fljótlega. Verður mun harðari en Búsáhaldabyltingin...