fimmtudagur, 12. nóvember 2020

Án titils: Eða - Með sólgleraugu á sýningu (verk í eigu listamannsins).


Ætlarðu virkilega með sólgleraugun á sýninguna spurði unglingsstúlkan föður sinn.

Besta vinkona hennar brosti og kuldinn gerði hvað hann gat til að halda okkur úti.

Stundum þarf maður að vera með sólgleraugu, og mig langar ekki að taka þau af mér, og einu sinni var í tísku að vera með sólgleraugu á skemmtistöðum svaraði faðirinn um leið og þau gengu inná safnið.

Unglingsstúlkan glotti og hristi höfuðið, leit á vinkonu sína, og svo hlógu þær dátt.

Litla dúllan skipti sér ekkert af samræðum okkar en var áhugasöm um Daffy Duck.

Ég sagði við hana: Þú verður að spyrja 
Jón Óskar
.

sunnudagur, 8. nóvember 2020

þriðjudagur, 3. nóvember 2020

Moppa


Hann skúrar í huganum. Með moppu myndskreyttri af Hergé, og sápulegi úr lakkrís og tönnum gamalla manna frá Albaníu og Indónesíu. Þeir fengu sér falskar.