mánudagur, 27. apríl 2009

HvaleyrarVATN

Datt ekki afturábak, en á hesti var mér kastað af. Í mikilli blindu slóstu um mig skjaldborg og kveiðst ekki útkomunni. Báðar frænkurnar rýndu í drauma sem þær varla rámuðu í, en voru þó vissar, eftir nokkurn tíma, að hann boðaði gott. Tónleikahaldarinn var ánægður að heyra það, enda lagt mikið undir. Hugsanir sínar og athafnir næsta mánuðinn. Vildi taka áhættu, án hennar leið honum eins og persónu sem er kippt út úr kvikmyndahandriti rétt áður en tökur hófust. Svo fóru allir á Sólarlagsbarinn og fengu sér Egils bjór og Winston sígarettur.

sunnudagur, 26. apríl 2009

Sonur minn með Kókópöffs á hausnum


Og ég bjó til brú í huganum og yfir hana fékk enginn að fara nema að viðkomandi gæti þulið upp sigurlögin í Júróvisjónkeppninni árin 1970 til 1988. Mæltist þetta ekki vel fyrir hjá þorpsbúum sem kvörtuðu undan óvönduðum og ósanngjörnum vinnubrögðum. Og lélegri stjórn minni á stærri vinnuvélum. Ég tók það til greina og gaf frí á föstudögum út árið. Allir elskuðu mig þá og gera það enn. Þessi brú er góð brú......................................brúin yfir orðin

laugardagur, 11. apríl 2009

mánudagur, 6. apríl 2009

fimmtudagur, 2. apríl 2009

Save your kisses for me


saveallyourkissesformebyebyebabybyebye

-

kissesforme