fimmtudagur, 23. október 2008
Alistair Erlingsson: Saga
Mundi skyndilega eftir Alistair Erlingsson. Móðir hans var íslensk en faðir hans skoskur. Hann ólst að mestu leyti upp í Skotlandi, en lærði íslensku til jafns við ensku. Flutti til Íslands rétt eftir tvítugt, bjó hér í fjögur ár, og heillaðist af íslensku rúgbrauði. Hóf að flytja það út til Skotlands. Réri síðan sjálfur með það frá meginlandinu út á eyju sem ég man ekki lengur hvað heitir. Sagt er að unnið hafi verið þar úr brauðinu lækningaseyði, en því miður veit ég ekki hvaða kvilla það átti að hafa góð áhrif á. Líklega hefur Alistair verið fyrstur manna til að flytja íslenskt rúgbrauð út, til Skotlands.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þá rifjast upp fyrir mér að Jón Kr. Ólafsson, stórsöngvari á Bíldudal, hefur það til siðs að ávarpa unga karlmenn darlínga. "Gaman að sjá ykkur aftur, darlíngarnir mínir." Ég man ekki hvort þessi einkunn var höfð fyrir framan nöfn okkar á pappakassanum sem barst frá Melódíum minninganna til tónlistardeildar Bókasafns Hafnarfjarðar. Kassanum sem var hálffullur af melódískum minningum, en hinn helmingurinn innihélt sjötommuna með Gústa í Hruna.
Þreytt mar...
Nafnlaus... þú ert þreytt mar...
Skrifa ummæli