laugardagur, 18. október 2008

Drop Dead Gorgeous

Símastaurar hafa lengi heillað mig. Enda næ ég ekki upp í þá. Og vil ekki fá raflost. Hlusta bara á hljómsveitina Republica í staðinn fyrir að príla þetta.

Ps: Hann kallaði á eftir manninum eftirfarandi orð: Hey Bulldog! Maðurinn svaraði: Frábært lag, alltof sjaldan spilað.

Þar með lauk samskiptum þessara tveggja einstaklinga.

1 ummæli:

Hjalti sagði...

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að Hey Bulldog sé vanmetnast allra bítlalaga. Veit ekki hvað veldur, kannski er ástæðan sú að stíllinn er ekki alveg þeirra. Ég held að Magga Stína hafi koverað þetta nokkrum sinnum á tónleikum og gott ef næturvörðurinn Heiða spilaði þetta ekki stundum. Ég ætla að hringja í Guðna Má á föstudaginn og biðja um Hey Bulldog.