Hjónin, Gerður og Loftur, sem komin eru á efri ár hafa nýlega fest kaup á landskika sem er rétt undan eldfjallinu fræga, Heklu; - þau hafa hugsað sér að græða skikann upp og byggja sér þar bústað.
Þegar sagan hefst liggja þau við í tjaldi á nýkeyptu eignarlandinu og eru að bíða eftir komu sonar síns sem heitir Yngvi og konu hans, Heiðu, og barni þeirra sem er varla meira en nokkurra mánaða gamalt. Þau bíða spennt eftir komu þeirra og áliti á þessum kaupum og virðist það skipta þau hjónin þó nokkuð miklu máli hvaða álit ungu hjónin fá á ráðagerðum þeirra og þó alveg sérstaklega eftir skoðun sonarins.
Það er eins og þau vilji fá staðfestingu á því að það, sem þau ætla sér með kaupum á landinu, sé bæði gott og rétt:
Yngvi þagði svo lengi að vart var einleikið. Svo slakaði hann á einbeitingunni, svipurinn óræður, í mótsögn við léttleika raddblæsins þegar hann kvað upp dóminn: Til ills fórum vér um góð héruð. Merkikerti sagði móðir hans. Hann ætlaði þá ekki að láta neitt uppskátt. Nú yrði að draga þetta upp úr honum, hvað honum raunverulega fyndist. (13-14)
1 ummæli:
Gefum Gerði og Lofti nokkur ár til að græða skikann og þá léttist máski brúnin á Yngva. Svo er aldrei að vita nema að barnið muni þá kunna að meta skikann. Heitir ekki barnið Fedra, man ég það ekki rétt? Annars er hægt að mæla með laginu "Some Velvet Morning" fyrst ég er farinn að taka hér til máls, Lee var dæmalaus snilli, kannski ekki eins og Bowie en svona allt að því.
Skrifa ummæli