miðvikudagur, 24. september 2008

Þá, í raun í miðju samtali, hóf hann að semja ljóð


Veran stígur upp úr baðkerinu og sveipar sig handklæði sem farið er að slitna all verulega. Utan á handklæðinu er Íþróttaálfurinn. Veran nuddast utan í Íþróttaálfinn og hvorugt er ósátt. Veran setur af stað tvær vélar - ekki úr framtíðinni né núinu. Uppþvottavélin malar sem köttur á heitri verönd með rjóma í skál og ýsubita á disk og þvottavélin burrar sem nýbónaður bíll af Mözdu-gerð. Veran er sátt við dagsverkið, vill samt ekki hugsa mikið, það enda skiljanlegt eftir að hafa hringt í fjölda annarra vera og spurt þær hvort þær séu að skilja við maka sína. En hugsanirnar fara þó á flakk þegar Crimson & Clover byrjar að hljóma í tölvunni. Og ímynduð gítargeta gerir vart við sem sem og ímynduð bassageta. Veran veit þó sem er að hún hefði orðið ágæt sem trommuleikari. Bryan Ferry hefur upp raust sína við undirleik sinna manna í Roxy Music, lagið er Oh Yeah. Rigningu síðustu daga teygar Veran nú í einum stút og hellir síðan undanrennu og sykri út í skálina sem er full kornflexi. Kaffi eftir rúmlega tíu tíma eða svo. Og auðvitað þvottapokinn með volga/heita vatninu

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu á einhverju? :)

Hrund

Nafnlaus sagði...

Hehe, en nei ég er ekki á neinu og var ekki á neinu þegar ég skrifaði textann. Ég er bara svona :)

Var heldur ekki á neinu þegar ég tók myndina. Ég er af Mazda-gerð :)

Kv, Svanur

Nafnlaus sagði...

Kornfleks með sykri!

Hjalti sagði...

Veran var búin að rífa í sig afganginn af sportlakkrísnum og nú var ekkert eftir nema blár og gauðrifinn plastpokinn, eins konar minnismerki um þessa nýsvöluðu sælgætisfíkn verunnar. Ekkert eftir af gærkvöldinu nema þagnaður Don Giovanni, óuppvaskað glas og minning um einmanaleika.