miðvikudagur, 25. apríl 2007

Í tækinu (verður ekki að vera með svoleiðis? Mæla svona með einhverju)

Kings Of Leon: Because Of The Times

(fyrsta lagið á þessum disk er ótrúlega gott (djöfull notarðu mikið af svigum) (já, finnst þér það?) (lagið heitir Knocked Up)).

Ps: Röddin í söngvaranum er mjög sérstök, hljómar frábærlega í mínum eyrum, svo var einhver að segja mér að hann væri mjög eða frekar myndarlegur (spurning um að setja inn mynd af honum (enn einn sviginn maður, farðu að hætta þessu) og kannski verður það gert í kvöld (kannski ekki)) en hvað um það, spes hljómsveit sem verðskuldar athygli. Tveir fyrstu diskar þeirra voru góðir en ég er ekki frá því að þessi toppi þá.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég tók einmitt þennan disk á bókasafninu og þetta fyrsta lag er gott(fjandi langt samt) (já sviganotkun gengur í ættum). Lagið sem er í spilun með þeim núna er líka ansi gott en ég man ekki hvað það heitir. Mjög spes rödd! En töff! Er samt að fíla modest mouse aðeins betur í augnablikinu, reyndar eru þetta ekki sambærilegar hljómsveitir.. whatever En ég styð mynd af söngvaranum, langar að sjá hann;)

Svanur Már Snorrason sagði...

Já, ég ætla að henda inn mynd, en hef hingað til bara fundið svo litlar myndir af sögnvaranum sem heitir því furðulega nafni Caleb Followill.