Davíð sigraði Golíat - skynsemin heimskuna og framtíðarsýnin er öllu gæfulegri á að líta eftir að ljóst var að tillagan um stækkun álversins var naumlega felld.
Trúin á fólk hefur aukist í kjölfar þessa, allavega hjá mér. Álgyðjan og hennar fólk dældi út vafasömum áróðri með nánast ótæmandi sjóði. Hótanir voru viðhafðar og það fór ekki vel í fólk og ég er á því að þessar hótanir um að leggja niður álverið hafi verið stærstu mistökin sem ÍSAL-fólkið gerði í þessari baráttu þeirra fyrir stærra álveri - meiri mengun og minni almennri hugsun og skynsemi.
En þeim í Straumsvík tókst ekki ætlunarverk sitt og ég gleðst yfir því. Gleðst yfir möguleikanum á að nú sé komið að því að draga saman seglin í stóriðju og beina sjónum eitthvert annað. Hvert skiptir ekki öllu máli. En það er nóg þarna úti að býta og brenna fyrir okkur - möguleikarnir eru margir. Nýtum okkur þá og verndum um leið okkar fallega land. Með gleðikveðjum, Sveppi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli