mánudagur, 23. apríl 2007

James Earl Ray




Fólkinu var safnað saman í skilyrta herbergið og þar var ýmis heilaþvottur í gangi, gegn hommum og lebbum, silfurskottum, hamrað á hlutum, dópneysla fordæmd en boðið upp á vínsmökkun (Spánn/Argentína), kannski öfugsnúið, allar eða flestallar persónur leikritsins viðstaddar (lífleikrit)

Hringt í Hitler þegar ákveða á örlög sögupersóna, alltaf á tali hjá honum, er að tala við Evu, þótt þau séu þarna saman, Stalín er hins vegar alltaf við og fús í ráðgjöf sem oftast er aftaka, Stalín var pólsk hreingerningarkona í fyrra lífi

Persóna les upp úr skáldsögu og inni í skáldsögunni er önnur skáldsaga og kannski bréf frá því í gamla daga

Svo hverfa þessir gömlu af sviðinu, nýjir taka við og þeir eru ekki miklu betri séu þeir á annað borð betri, en þeir verða að taka við, þeir finna hjá sér þörf til þess

Þessa þörf

4 ummæli:

Unknown sagði...

Er þetta leiksviðið á myndinni?

Nafnlaus sagði...

Alveg eins, já, ætli það ekki. Það er að segja ef það er eitthvað leiksvið. Það þarf ekkert alltaf leiksvið. Kv, Svanur

Nafnlaus sagði...

Ég er ekki að fylgja..

Nafnlaus sagði...

Þetta er eiginlega að svo miklu leyti allt spurning um leiksvið, kv, Svanur