föstudagur, 13. apríl 2007

Það liggur í augum úti

Að Sjálfstæðisflokkurinn sé svo örvæntingarfullur að hann líti á það sem sigur að stjórnin haldi velli. Þessi flokkur ætlar enn eitt kjörtímabilið að láta Framsóknarflokkinn nauðga sér í þeim einum tilgangi að fá að vera við völd. Sætta sig við nauðgunina enn eina ferðina en kæra ekki. Og Framsóknarflokkurinn nauðgar ekki bara Sjálfstæðisflokknum heldur allri íslensku þjóðinni eins og hún leggur sig. Ég vil ekki láta nauðga mér! Það verður að koma núverandi ríkisstjórn frá. Ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi lofa að semja ekki við Framsóknarflokkinn að kosningum afloknum gæti ég hugsað að gefa þeim atkvæði mitt. Að öðru leyti ekki. Ísland má ekki við því að Framsóknarflokkurinn, þessi agnarlitli flokkur sem er í raun bara vinnumiðlun fyrir spillta og óhæfa stjórnmálamenn, verði áfram í ríkisstjórn - það verður okkar banabiti - okkar Íslendinga.

Purkurr Pillnikk hefði aldrei kosið Framsóknarflokkinn!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það vantar ekki að mynd og texti fari saman. Veit Jarlinn af þessu?

Hvernig get ég skrifað undir nafni á þessu bloggi,

kveðjöz.

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú bara alveg nóg kæri/elsku bróðir. Oft betra eins og þú gerðir það í þetta sinnið - bara að kvitta fyrir sig í lok færslu skrái maður sig inn sem nafnlaus. En óskaplega gaman að heyra í þér og við þurfum að fara að hittast sem fyrst. Kveðja, Svanur