Hermann: Vitið þér hvar Sósíalistavegur 34 er?
Hesse: Nei. Og vil ekki vita það.
Hermann: Nú, hvað er þetta maður minn. Mér er sagt að þar búi ákaflega gáfað fólk, fólk sem mælt er með að annað fólk kynnist, svo það sé nú menn með mönnum, sé hægt að segja svo.
Hesse: Það er hægt. En af fenginni persónulegri reynslu af gáfuðu fólki þá finnst mér flest gáfað fólk vera fífl og hálfvitar. Hins vegar veit ég að margir úr kennarastétt búa á Sósíalistavegi. Í þeirri stétt er nú misjafn sauður í mörgu fé.
Hermann: Í öllum stéttum er misjafn sauður í mörgu fé. En ég held að það eigi kannski þó ágætlega, eða öllu heldur, ef þannig mætti að orði komast, sérstaklega við um kennarastéttina. En ég finn þennan helvítis veg án yðar hjálpar maður minn.
Hesse: Mér gæti ekki verið meira saman. Þér megið mín vegna fara í rassgat.
Hermann: Og þér til andskotans. Vertu blessaður.
Hesse: Blessaður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli