sunnudagur, 1. apríl 2007

Backspace

Lundur. Hvítvín haft við hönd. Sómasamlokur einnig - önnur með hangikjöti og salati en hin hollustuloka. Milt veður, skýjað, hiti um 12 stig, lítill vindur. Tvær manneskjur ræða saman.

Hallmar: Þetta er gott hvítvín - bláa nunnan klikkar aldrei.

Freyhallfreður: Satt segirðu. Manstu þegar við smökkuðum á þessu víni í fyrsta sinn?

Hallmar: Hvort ég man. Það var rétt áður en tónleikarnir með Fine Young Cannibals hófust, í Laugardalshöllinni, hérna um árið.

Freyhallfreður: Já, rétt er það. Madness átti að vera aðalbandið á þessum tónleikum en svo fór nú að þeir sáu aðallega um það að kæla fólk niður eftir allan hitann og stuðið sem Fine Young Cannibals framkallaði.

Hallmar: Þeir voru í raun niðurkælingarband. Það voru allir búnir að ná toppinum áður en þeir komust á svið - samt vildu allir meira stuð en fengu ekki.

Freyhallfreður: Besta lag Madness er Michael Caine.

Hallmar: Það segirðu nú satt.

Freyhallfreður: Nú skulum við fara. Nunnan hefur tæmst, kaupum aðra, jafnvel fleiri en eina.

Hallmar: Já, gerum það - kaupum fjórar. Hlustum svo á lagið Blue með Fine Young Cannibals.

Freyhallfreður: Fyrirtak.

Engin ummæli: