miðvikudagur, 30. maí 2007

Sýning í Gúttó


Sælt verið fólkið, til sjávar og sveita. Ég og systurnar Bryndís og Edda Svavarsdætur ætlum að halda sýningu í Gúttó dagana 31. maí til 10 júní. Er þetta í tengslum við Bjarta daga sem hefjast einmitt á morgun. Byrjar sem sagt á morgun, opnar klukkan 18. Ég verð með mínar ljósmyndir sem hafa hangið uppi á bókasafninu undanfarið en þær systur með olíumálverk. Ég er svo lélegur í að kynna sjálfan mig (vantar allt pr í strákinn!) að engin hafa boðskortin verið gerð og öll almenn kynning hef ég látið síga á herðar þeirra sem sjá um Bjarta daga. En ég vonast til að sjá sem flesta sem ég þekki á morgun, en annars þá kíkiði bara á sýninguna einhverja hina dagana. Það er opið um helgar frá 13 til 18 og á virkum dögum frá 15 til 20. Boðið verður uppá léttar veitingar, en okkur var hins vegar bannað að bjóða uppá áfengi, þetta er jú Gúttó!
Bestu kveðjur, Svanur

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hverskonar rugl og vitleysa er nú enn einu sinni í gangi hér. Ríkistyrktar listir enn einu sinni, er ekki búið að leggja niður ráðstjónarríkin með falli sovétríkjann. Nei, þau lifa enn góðu lífi í bænum í hrauninu. Bærinn eyðir fúlgu fjár í að styrkja einhverja ruglukolla sem vafar blinfullir og dópair af hassi, kókaíni, marijuana,heróíni, krakki, morfíni, og díazepamafleiðum með myndvélar og taki myndir sem api með lágmarksgreind léti sér ekki detta í hug að birta, ekki einu sinni fyrir aðra aða í frumskóginum. Eg segi nei enn og aftur. Hingað og ekki lengra

Nafnlaus sagði...

Abraham ég geri fastlega ráð fyrir að þú mætir við opnunina á morgun klukkan 18

Unknown sagði...

Glæsilegt. Maður kíkir um helgina.

Vantar allt pr í strákinn?

Nafnlaus sagði...

Abraham er ruglaður! Ég mæti á morgun í fyrra lagi;)

Nafnlaus sagði...

Abraham, þín var sárt saknað í kvöld

Nafnlaus sagði...

Sæll Svanur. Er ekki nóg komið af þvaðri þessa Abrahams. Ég hef fylgst með þessari síðu undanfarnar vikur og oft orðið undrandi. Þér að segja, Svanur, finnst mér síðan ágæt, sumt á henni, stundum skil ég reyndar ekki greinarskrifin, en ég er ekki að fjargviðrast yfir efninu eins og þessi Abraham. Það er eins og manninum sé ekki sjálfrátt, og nú beini ég orðunum beint til þín, Abraham: Viltu í guðs nafni hætta þessum athugasemdum, þær eru meiðandi öðru fólki, sérstaklega Svani, sem ég þekki ekki neitt, og þér til háborinnar skammar, og ekki orð um þetta meir. Ég geri ráð fyrir því að þú takir tillit til orða minna.
Virðingarfyllst,
Salvör Norland, Brekkustíg 5, Hólmavík.

Nafnlaus sagði...

Tek undir með þér Salvör, búinn að sjá sýninguna í þessu gamla og fallega húsi. Ég get ekki annað sagt en að hún sé til fyrirmyndar. Þetta eru rafljós, eins og villibirta og svo eru þarna einhverjar pensilkstrokur í þoku, dúkka á floti í baði og svo einhverjar hárkrullur, dökkar eins og á milli fóta konu, mér fannst þetta bara ágætt og get ekki tengt þessar myndir við dóp. Mér finnst þetta vera dómgreindarleysi hjá Abraham. Svona myndir hafa tíðkast í mínu heimahéraði í fjertigi ár. Jósteinn Sigurðsson, Dagverðará, Staðarsveit.

Nafnlaus sagði...

Jósteinn, þú manst eftir að skila mér skinnstakknum er við hittumst næst - og ekki væri verra að fá um leið örlitla brjóstbirtu, sæll að sinni, Eymundur frá Koti

Nafnlaus sagði...

Eg segi nú ekki annað en: Fuss og svei. Þetta er alt saman að fara með hraði til andskotans.