þriðjudagur, 1. maí 2007

Bikar fuglsins


Þórmögur: Kaldlyndur ertu frændi. Kæmi mér ekki á óvart að þú værir gerður úr málmi einhverjum.


Tréspíritus: Úr málmi. Hvert sem ég lít sé ég ekkert annað en frosna jörð og fagurbláan himin.


Þórmögur: Brýna skaltu sverð þitt, styrkja skaltu skjöldinn, hertu ólina líka.


Tréspíritus: Frændi, það er ekki tími kominn á uppgjör, sá er drekkur úr mínum bikar skal blindur verða.


Þórmögur: Fuglinn er ekki floginn, hann er kominn til að sækja. Mig eða þig, það er spurningin. Hefur þú svar?


Tréspíritus: Ég drakk úr þínum bikar, ég sé vel en heyri fremur vel, tala bjagað mál. Skiptir það einhvern máli?


Þórmögur: Hann sækir þig, hann Valur, hann Örn, hann þessi fallegi og vængsterki. Hann vill augunum halda, sjón hans er það mikilvægasta sem hann á. Hann sækir þig.


Tréspíritus: Já, hann gerir það og skilur bikarinn eftir í þinni vörslu. Veit að þú freistast. Þú munt falla í freistni. Þú getur ekki annað.


Þórmögur: Ég get ekki annað.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Hvernig er það, er ég Völundur Þórmögursson?

Svanur Már Snorrason sagði...

Jájá, ef þú vilt. En hvernig datt þér það í hug?

Karna Sigurðardóttir sagði...

Nohh... nýr og ferskur kranari... og svona líka efnilegur :) Kveðjur á stóðið! K

Svanur Már Snorrason sagði...

Gaman að heyra í þér Karna. Er ekki allt í sómanum þar sem þú ert stödd? Kveðja úr Hafnarfirði