laugardagur, 5. maí 2007

Ibiza 1996


W: Djöfull varstu fullur í gær. Hentir einhverju drasli af svölunum beint oní laugina. Hvað var málið?

C: Kjaftæði, vertu ekki með þetta bull. Þú varst sjálfur blindmígandifullur og gerðir ekki annað en að stara bæði á ensku stelpuna og danska strákinn sem var á fullu að reyna við hana.

W: Er ekki í lagi með þig. Ég var rólegur í gær. Þessi danski fékk ekki neitt nema smá munnvatn frá þessari ensku. Hún var svona all show no go plús tíser dauðans. Grey danskurinn.

C: Grey þú segi ég nú bara. Biðjandi hana um sígó og þú reykir aldrei. Ekki nema hass. En þú baðst um sígó. Djöfull varstu paþetikk.

W: Þú ert nú bara öfugur. Fórst pottþétt öfugt framúr í morgun, drullusvekktur yfir að vakna enn einu sinni einn. Farðu og skelltu í þig einum afréttara. Þér veitir ekki af.

C: Þú ert bara sjálfur fúll. Vaknaðir líka einn. Meiri kötturinn. Hvort leist þér betur á þá ensku eða þann danska?

W: Heyrðu, varst þú semsagt að horfa á mig horfa á þá ensku horfa á þann danska?

C: Bein sjónlína.

W: Hann var nú sætur Daninn, en hún var auðvitað kvenkyns.

C: Já, það var nú það eina sem hún hafði framyfir hann.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ok á þetta að endurspegla samræður tveggja drengja á ibiza...??

Nafnlaus sagði...

Hér er blandað saman skáldskap og veruleika og túlkun á textanum er með öllu frjáls. Kv, Svanur