föstudagur, 25. maí 2007

Alveg satt


Prestur: Hvað á barnið að heita?


Móðir: Hróbjartur.


Prestur: Nei.


Móðir: Ha, viltu ekki að hann verði skírður Hróbjartur?


Prestur: Nei.


Móðir: Hvað nafn þá?


Prestur: Róbert.


Móðir: Jæja þá, ég get fallist á það. Róbert skal hann heita.


Og Róbert var hann skírður. Þessi atburður átti sér stað árið 1968. Mögulega í Hafnarfirði. Alveg satt. En ég var auðvitað ekki fæddur þegar þetta átti sér stað svo samtalið á milli prests og móður er máske ekki alveg nákvæmt en í grundvallaratriðum var það svona samkvæmt áreiðanlegum heimildum mínum. Og ég gef ekki upp minn heimildarmann. Ég bið ykkur öll vel að lifa. Þykir vænt um ykkur öll. Á morgun verður gott veður. Skýin munu mynda skrýtin form sem munu halda ykkur við efnið. Ekki missa sjónar á þeim.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svanur!! Þú missir af afmælisstimpilklukkulaginu! HVAÐ ERTU AÐ PÆLA DRENGUR ?

Nafnlaus sagði...

Æi, sjitturinn. Ég trúi ekki að ég hafi misst af laginu. Dagurinn er ónýtur! Kv, Svanur :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju gamli maður.

Kveðja Diddi

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það "ungi" maður :)

Nafnlaus sagði...

er og mun verða yngri!

afmælis kveðjur frá Fífuvöllum

Nafnlaus sagði...

Erfitt að mótmæla því :)

Unknown sagði...

Hehe, til hamingju frændi