miðvikudagur, 16. maí 2007

Hvergi nærri - - - - - - - -


Tólf hundruð þúsund sekúndum fyrir síðasta andartakið hélt ég á kerti merktu kvenfélagi
Á því stóð eitthvað um neikvæða mismunun og það að baráttunni væri hvergi nærri lokið
En kertið var hins vegar fallegt og ég tímdi aldrei að bera eld að því
Kerti sem hafa engar áletranir eiga miklu fremur skilið að brenna
Kertavaxið má ekki borða því þá hættir maður að stækka
En hvaða máli skiptir það?
Richard Pryor er dáinn

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

..... og þú ert ansi steiktur!

Nafnlaus sagði...

Takk

Kv, Svanur

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki rétt. Þessi maður er snar súrrandi brjálaður og vitskertur og enginn steiktur geðsjúklingur mundi vilja eiga nein samskipti við svona viðundur og undrahund og kynjakött. Það ætti að hlekkja hann og loka ofan í djúpum og dimmum helli og henda lyklinum á botn kyrrahafsins, þar sem ekki einusinni viðbjóðslegustu sæskrímsli næðu í hann. Svona menn á að útiloka úr velferðarþjóðfélagi okkar og svifta þá kosningarétti og rétti til að maka sig og fjölga sér. Ég segi hingað og ekki lengra.

Svanur Már Snorrason sagði...

Heyr, heyr.