þriðjudagur, 22. maí 2007

Pælingar 7

Dauði yfir Framsókn!

Halldór Ásgrímsson tók ábyrgð á hrakförum Framsóknarflokksins í sveitastjórnarkosningunum í síðasta mánuði og ákvað í framhaldi af því að hætta í pólitík og er því maður að meiri.

Þvílíkt helvítis kjaftæði!

Þegar Halldór knúði fram að hann tæki við sem forsætisráðherra af Davíð Oddssyni á miðju kjörtímabili eftir alþingiskosningarnar árið 2003 var hans æðsta markmiði í pólitík náð.

Eftir að Halldór tók við var strax ljóst að hann var enginn Davíð og þótt segja megi margt misjafnt um Davíð þá var hann þó ávallt líflegur (skrautlegur). Það lak hins vegar fýlan af Halldóri. Ég held að fljótlega eftir að Halldór settist í forsætisráðherrastólinn hafi hann gert sér grein fyrir hversu erfitt þetta starf er; erfiðasta ráðuneytið ásamt heilbirgðisráðuneytinu. Þegar svo alda afhroðs skall á Framsóknarflokknum í sveitastjórnarkosningunum sá Halldór þar útgönguleið sem myndi kannski færa honum virðingu. Nú skyldi kallinn axla ábyrgðina - en slíkt þekkist lítt í íslenskri stjórnmálasögu - og ganga uppréttur út.

Staðreyndin er hins vegar sú að Halldór er einfaldlega orðinn gamall og fótafúinn maður í pólitíkinni - andsetinn af spillingu; rúinn trausti þjóðarinnar sem ekkert vildi með hann hafa, og hann gat bara ekki meir. Hann tók enga ábyrgð heldur nýtti sér ódýra útgönguleið og nú getur hann rólegur baðað sig upp úr kvótasilfrinu. Sest kannski í helgan stein í Seðlabankanum með Davíð. Og þar geta þeir félagar rifjað upp góða tíma - sannfært hvorn annan um hversu góðir landsfeður þeir voru - á meðan almenningur heldur áfram að borga undir rassgatið á þeim.

En pælið í einu: síðasta verk Halldórs var að reyna að koma Finni Ingólfssyni að sem formanni flokksins. Hugsa sér! Að vilja koma að manni sem oftlega hefur verið talin táknmynd og holdgervingur græðgi, spillingar og sérhagsmuna. Nei, bíðið nú við, þetta er auðvitað rökrétt hjá Halldóri. Ofantaldar táknmyndir eru auðvitað það sem Framsóknarflokkurinn stendur fyrir.

Þessi agnarsmái flokkur er búinn að vaða alltof lengi uppi og nauðga lýðræðinu, landinu og hinum almenna borgara þess.

Dauði yfir Framsókn!

Víkurfréttir, 22. júní 2006

5 ummæli:

Hjalti sagði...

Og fékkst þetta birt? Þú ert kaldur, þykir mér.

En svo er spurningin: Hlýtur ekki Abraham að ganga í Framsóknarflokkinn núna?

Svanur Már Snorrason sagði...

Já, ég bjóst allt eins við því að þeir myndu hafna pistlinum, en það var ánægjulegt að þeir gerðu það ekki. Þetta er líka allt alveg dagsatt sem þarna stendur! En ég er nokkuð viss um að Abraham var í Framsóknarflokknum en er ekki viss hvort sú sé raunin enn.

Nafnlaus sagði...

Ég held að Abraham sé í Framsóknarflokknum, sá aftan á gallajakkann hans um daginn, þar stóð XB, kjósum Sif, hann var að drekka úr kollu með Kormáki og Skildi, kveðja Ísak.

Nafnlaus sagði...

Nei,nú er mér öllum lokið. Engum, ekki guði almáttugum hefði dottið í hug að hægt væri að semja þvílíkt samansafn af bulli, áróðri, óhroða, viðbjóði, skítkasti,klámi, og perraskap í eina grein. Að ráðast gegn okkar elskaða flokki og glæsilega og dáða foringja er þvílík óhæfa að ég get ekki orða bundist. Halldór er dýrkaður og dáður um allan heim. Vinir okkar í Írak grétu þegar hann sem frelsaði þá lét af störfum, og nú er hann dáður um alla skandinavíu fyrir frábær og óeigingjörn störf sín um allan heim. Fiskvinnslufólk og sjómenn dýrka hann fyrir að eiga kvóta og gefa sér atvinnu og mat á borðið fyrir sig og börnin sín sem annars væru skítug og svöng. Það er eins komið fyrir höfundi þessarar greinar og honum Ísak sem hér hefur skrifar greinarstúf. Þeir eru báðir bosélvíkar og Troskístar sem hanfa fullar hendur af kremlargulli. Enda býr Ísak nú í höll við ölfusárfljótið, og njósnar um Guðna fyrir KGB. EG segi enn og aftur hingað og ekki lengra. Sendum þessa hatursmenn framsóknar og gallajakkans beint í sitt eðlileg umhverfi á Kárahjúka með gæsadraslinu og í gúlagið.

Nafnlaus sagði...

Lifi Abraham!