föstudagur, 11. maí 2007
að KJÓSA
Þeir blaðra. Þeir lofa. Þeir rífast. Allir kunna þeir tungumál sannleikans og réttsýninnar. Og njóta hverrar stundar sem sviðsljósið baðar þá í. Þeir eru líka konur. Ekkert skárri fyrir það. Stjórnmálamenn. Vitleysingar og athyglissjúklingar upp til hópa og þeir eiga að stjórna apparatinu. Tilhugsunin er ekki góð. En nú þurfa breytingar að eiga sér stað - það er fyrir lifandis löngu kominn tími á þær - breytingarnar. Það er svo skrýtið að halda því fram að það verði að breyta eingöngu breytinganna vegna, en þannig er ástandið nú. Stóra málið í huga þess er þetta skrifar er að koma Framsóknarflokknum frá völdum. Pakka þeim saman og fara síðan í járnbræðsluna og ganga frá málinu í eitt skipti fyrir öll. Við verðum að taka króatísku leiðina á þetta: Engir fangar teknir. Ég held að hinir séu skárri. Bláa gengið reyndar búið að vera alltof lengi en það er ekki raunsætt að halda að þeir verði ekki áfram við völd. Ég vil að Ísland geti talist í sama gæðaflokki og (hin?) löndin í Skandinavíu hvað varðar svo margt. Ég vil ekki Ameríku þótt margt gott sé í henni. Ég vil Skandinavíu. Eitthvað samfélagslegt. Hugsað um heildina en ekki endalaust um fáa ríka, sem vilja verða miklu ríkari og er alveg sama um okkur hin sem strögglum um hver einustu helvítis mánaðarmót við það eitt að láta enda ná saman. Ég vil eitthvað annað en það sem boðið hefur verið uppá í mjög langan tíma. Vonandi eru nógu margir sem vilja það sama þannig að hægt sé að fella ríkisstjórnina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Heyr heyr!
Það er fyndið að margir hafa sagt við mig: ,,þú ert að henda atkvæðinu þínu með því að kjósa..., þeir fá ekki neitt''
Hvaða rugl hugsunarháttur er þetta? Ég bara kýs eftir minni eigin sannfæringu!
Auðvitað! Maður hlustar ekkert á kjaftæði í einhverjum vitleysingum sem eru að reyna að hafa áhrif á aðra. Eigin sannfæring er málið! See ya, Svanur
Ég fékk að heyra það sama!
Það er samt ekki eins fyndið og mamma vinkonu minnar sagði (rosa fúl) þegar hún ætlaði að kjósa á móti stækkun álversins en mamman með.
,,Værirðu þá til í að sleppa að kjósa, því að annars ertu að gera mitt atkvæði að engu."
Skrifa ummæli