sunnudagur, 27. maí 2007

Var langt í þennan texta? Hvar beygðirðu fyrst?

Dr. Sýngmann, alheimsgrósséri, sem nánar verður vikið að á eftir, hefur haft með sér til Íslands þrjá menn, er Umbi nefnir beitarhúsamenn. Þeir eru lærisveinar Dr. Sýngmanns og eru einnig svokallaðir lífmagnarar. Þeirra málpípa er Saknússemm II og virðist sem hann sé þeirrar skoðunar að maðurinn hati sjálfan sig svo mikið að hann verði ávallt að vera í einhverju stríði, en um leið sé þetta mikla hatur tákn um mjög djúpa ást mannsins á sjálfum sér:

Umbi: Hversvegna viljið þér drepa þessa fugla?
Saknússemm 2.: Af því við elskum þá Sir. (147)

1 ummæli:

Hjalti sagði...

Og þá dettur mér í hug staka:

Palísander sýnist mér
sómi vel í kokkhús hér.
Af því svartur samt hann er,
sínkhvítu ég á hann ber.