Sælt verið fólkið, til sjávar og sveita. Ég og systurnar Bryndís og Edda Svavarsdætur ætlum að halda sýningu í Gúttó dagana 31. maí til 10 júní. Er þetta í tengslum við Bjarta daga sem hefjast einmitt á morgun. Byrjar sem sagt á morgun, opnar klukkan 18. Ég verð með mínar ljósmyndir sem hafa hangið uppi á bókasafninu undanfarið en þær systur með olíumálverk. Ég er svo lélegur í að kynna sjálfan mig (vantar allt pr í strákinn!) að engin hafa boðskortin verið gerð og öll almenn kynning hef ég látið síga á herðar þeirra sem sjá um Bjarta daga. En ég vonast til að sjá sem flesta sem ég þekki á morgun, en annars þá kíkiði bara á sýninguna einhverja hina dagana. Það er opið um helgar frá 13 til 18 og á virkum dögum frá 15 til 20. Boðið verður uppá léttar veitingar, en okkur var hins vegar bannað að bjóða uppá áfengi, þetta er jú Gúttó!
Bestu kveðjur, Svanur