Valur Áki: Ég er svangur.
Faðir Vals Áka: Ég skal gefa þér að borða, hvað viltu?
Valur Áki: Kleinuhring og kókómjólk.
Faðir Vals Áka: Já, þú mátt fá kleinuhring og kókómjólk. En þú veist að þú mátt ekki fara með matinn inn í herbergið þitt. Þú verður að borða matinn inni í eldhúsi.
Valur Áki: Ég er ekki svangur þar.
4 ummæli:
Framtíðar stjórnmálamaður!
Haha frábært.
Þetta er snilld. Held ég eigi eftir að fá þennan frasa lánaðan.
Reyndar á ég sjálf svipaðan frasa frá því ég var ekki mikið eldri en Valur Áki er nú. Þá langaði mig þessi ósköp í kók, svo ég sagðist vera þyrst. Þegar mér var boðið vatn, þá svaraði ég: "Nei ég er bara þyrst í kók"
Snemma beygist krókurinn...
Hæ hæ.
Er komin með þig á bloggrúntaruppáhaldin mín. Þá man ég eftir að kíkka, svo gaman að lesa hvað þú skrifar!! Valur Áki er auðvitað mega ormur og með svör við öllu ;) Já og til hamingju með þá gömlu í dag.
Bestu kveðjur frá okkur í DK.
Gleymdi að óska þér til hamingju með sýninguna, verst að missa af henni :( En frábært og gangi þér vel.
Skrifa ummæli