Viva Hafnarfjörður!
FH varð Íslandsmeistari í efstu deild karla í fótbolta á laugardaginn - þriðja árið í röð. Frábært afrek og undirstrikar hversu öflugur íþróttabær Hafnarfjörður er. Bærinn hefur lengi verið þekktur fyrir íþróttaafrek og hafa til dæmis Haukar átt besta handboltalið landsins undanfarin áratug. Þá hefur Frjálsíþróttadeild FH átt besta lið landsins í meira en áratug og það má segja að í flestum íþróttum sem stundaðar eru á Íslandi séum við Hafnfirðingar í fremstu röð eða svo gott sem. Ég gæti nefnt mun fleiri íþróttadæmi en sökum plássleysis verður svo ekki gert (svo má maður passa sig í öllu Hafnarfjarðarmontinu!).
FH varð Íslandsmeistari í efstu deild karla í fótbolta á laugardaginn - þriðja árið í röð. Frábært afrek og undirstrikar hversu öflugur íþróttabær Hafnarfjörður er. Bærinn hefur lengi verið þekktur fyrir íþróttaafrek og hafa til dæmis Haukar átt besta handboltalið landsins undanfarin áratug. Þá hefur Frjálsíþróttadeild FH átt besta lið landsins í meira en áratug og það má segja að í flestum íþróttum sem stundaðar eru á Íslandi séum við Hafnfirðingar í fremstu röð eða svo gott sem. Ég gæti nefnt mun fleiri íþróttadæmi en sökum plássleysis verður svo ekki gert (svo má maður passa sig í öllu Hafnarfjarðarmontinu!).
Hins vegar fögnuðu ekki allir í Hafnarfirði á laugardaginn því lið Hauka í fótbolta féll þá í 2. deild. Ég fagnaði því svo sannarlega ekki þótt ég sé uppalinn í FH. Mér þykir miður ef einhverjir stuðningsmenn FH hafi fagnað falli Hauka því mér er hlýtt til félagsins. Af hverju? Það er í Hafnarfirði og auk þess sem fullt af góðu fólki sem ég þekki heldur með þessu blómlega félagi sem skilað hefur miklu til bæjarfélagsins – rétt eins og FH og önnur íþróttafélög hér í bæ.
Á tíðum ferðum mínum um Suðurnesin - höfuðvígi körfuboltans á Íslandi - þegar ég skrifaði sem mest um íþróttir í gamla DV - varð ég var við svipaðan hugsunarhátt og þann sem ég er hér að prédika; þrátt fyrir innbyrðis ríg Suðurnesjamanna vildu langflestir stuðningsmenn íþróttafélaganna þar - sem ég kom að máli við - ekki að titlarnir færu út fyrir Suðurnesin.
Keflvíkingar vilja miklu frekar að Njarðvíkingar nái að hampa Íslandsmeistaratitlinum geti þeir það ekki sjálfir. Og öfugt. Suðurnesjamenn vilja ekki að önnur félög hrifsi til sín titlana í körfunni sem hafa verið þeirra meira og minna síðastliðinn aldarfjórðung. Svoleiðis hugsa ég og vildi að flestir Hafnfirðingar gerðu það sama því þetta smitar jákvæðri samkeppni út frá sér.
Ps: Kvennalið FH í fótbolta hampaði sigri á fyrsta Íslandsmótinu í efstu deild, árið 1972.
32 árum síðar fylgdi karlaliðið í kjölfarið.
32 árum síðar fylgdi karlaliðið í kjölfarið.
Víkurfréttir, 21. september 2006
2 ummæli:
Sammála! ALlt of margir FH ingar sem ekki halda með Haukum og líklegast öfugt líka!!
Takk fyrir síðast;)
Sömuleiðis frænka kær.
Skrifa ummæli