föstudagur, 22. júní 2007

Föstudagskvöldsþátturinn


Þáttaspyrjandi: "Þú hefur lengi aðhyllst blöndu af módernískum og marxískum hugmyndum, hugmyndafræði beggja í bland. Einskonar póstmódernísk blanda af þessu tvennu. Eða er hægt að segja svo?"


Konráð Adenauer: "Hiklaust. Hef heyrt margt vitlausara."


Þáttaspyrjandi: "Hefur þetta fært lífi þínu aukið innihald, jafnvel framkallað gleðistundir?"


Konráð Adenauer: "Nei."


Þáttaspyrjandi: "En þá að öðru. Barátta þín fyrir afnámi aðkilnaðarstefnu þeirri er Gibbonapar halda á lofti og kvelja rúmlega helming þegna lands síns með er þér ákaflega hugleikin. Af hverju?"


Konráð Adenauer: "Þetta eru ættingjar okkar, þetta er fólkið, þetta erum við. Engan aðskilnað á þessari jörðu. Eitthvað annað, en ekki aðskilnaðarstefnu."


Þáttaspyrjandi: "Nú, þættinum er lokið að þessu sinni. Ég þakka þér, Konráð, fyrir að koma hér í viðtal, það hefur verið gott af spjalla við þig. Næsti viðmælandi minn, næstkomandi föstudagskvöld, er enginn annar en Roadrunner. Hann hefur eflaust frá mörgu að segja enda hefur hann lengi barist við sína djöfla, eða djöful, öllu heldur, og þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Þangað til næst bið ég alla að hugsa fallega um náungann. Góða nótt."

Engin ummæli: