"Viltu tófú?," sagði stelpan um leið og hún teygði sig í edikið.
"Já, takk," svaraði ég um hæl og bætti um betur svona til þess að sýnast vel að mér í grasafræði. "Ef þú ættir klettasalat með þá væri það frábært. Mér finnst alltof lítið borðað af klettasalati hér á landi."
Hún hristi hausinn og virtist frekar raunaleg, allt að því döpur. Var það spurningin um klettasalatið sem varð þess valdandi að hún varð allt að því raunaleg, frekar döpur, eða eitthvað annað?
"Ég var aðallega að meina að mér finnst alltof mikið látið með iceberg hér á landi, það er eins og það sé eina æta grænmetið."
Úpps! Af hverju hélt ég áfram að tala um klettasalat og af hverju þurfti ég að blanda iceberg í málið?
Hvaða mál?
Þetta var ekkert mál þangað til ég byrjaði að bulla eftir að hún spurði hvort ég vildi tófú.
4 ummæli:
Hefurðu séð simpsons þáttinn með REM?
Nei, var hann góður? Kv, Svanur
Já, það er þátturinn þar sem Moe's verður að hipp og kúl stað eftir að Moe fer að hitta gamla lærimeistarann úr barþjónaskólanum, og fær hjá honum ráð.
Þá opnar Homer bar í bílskúrnum fyrir sig Lenny, Carl og hina Feitu byttuna, og REM koma og spila. - algjör klassík.
Reyndar hefur maður heyrt að fólk fíli ekki celebuðu simpsons þættina, að það sé of augljóst pimp í gangi þegar sjálfur Michael Jackson syngur tvö lög í þætti. - getur verið að það sé asnalegt, en ég hef gaman af því.
Það var gaman að því þegar Hómer fór í rokkskóla, eða rokkbúðir, hitti þar fyrir sem kennara þá Mick Jagger, Keith Richards, Lenny Kravitz, Elvis Costello og Tom Petty. Snilldarþáttur. Verð að tékka á R.E.M. þættinum. Kv, Svanur
Skrifa ummæli