mánudagur, 11. júní 2007

Pælingar 10

Sjúkleiki og skerðing á tímum allsnægta!

Af hverju koma ráðamenn svo illa fram við fólk sem átti stóran þátt í uppbyggingu þjóðarinnar á síðustu öld? Hvers vegna er mörgum eldri borgurum rétt gert kleift að hanga á horriminni þegar þeim ætti að vera umbunað framlag sitt til þjóðfélagsins?

Talað er um góðæri og víst er að féfíklarnir á toppi bankanna maka krókinn og finnast siðlaust athæfi á borð við kaupréttarsamninga jafn sjálfsagt og það að venjuleg fjölskylda berjist um hver mánaðarmót við að halda sínu. En þessu bankapakki er reyndar sama um almenning - það hefur þegar tryggt afkomu sína og sinna með innherjaviðskiptum og kaupréttarsamningum.

Svo stjórnvöld með Haarde forsætisráðherra, arftaka Davíðs konungs, sem skeit yfir öryrka og ellilífeyrisþega: Hvað er þetta lið að rífa kjaft – hefur það gott, þarf ekki að vinna!

Þetta er það sem ég les úr svörum ráðamanna á s.l. árum.

Síðan eru aðrir andskotar – stjórnendur lífeyrissjóðanna og þá fer fyrst ælan að gera vart um sig í kokinu. Mannleysur sem bruðla með fé sem heiðvirt fólk hefur skrapað saman á langri vinnuævi en fær lítið að njóta af. Nú eru lífeyrissjóðirnir að skerða réttindi öryrka – segja þá í raun ræfla sem kría út peninga því þeir nenni ekki að vinna!

Svo má fullfrískt fólk sem komið er á “aldur” ekki vinna sér inn skilding; nei, þá verður að skerða lífeyri þess! Þvílíkt óréttlæti í samfélagi sem montar sig af því að vera laust við spillingu.

Velmegun á að vera mikil í dag en venjulegir launþegar, aldraðir og öryrkjar njóta hennar lítt. Manngæskunni er ekki fyrir að fara og sjúkleiki þjóðfélagsins endurspeglast með áberandi hætti; eftir því sem við eigum að hafa það betra er verið að ráðast með beinum hætti á þá sem minnst mega sín.

Ráðamönnum er sama um annað en eigin grálúsugu rassgöt og það er það sem frjálshyggjan stendur fyrir! Ellilífeyrisþegar, öryrkjar og þeir sem ekki eru tengdir ráðamönnum og bankaglæponum og öðru slíku peningagræðgis- og sérhagsmunahyski, mega fara fjandans til!

Svona er Ísland í dag.

Víkurfréttir, 19. október 2006

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef frábæra hugmynd í kollinum.

Allir Íslendingar taka sig til og veiða hreinlega allann fiskinn í sjónum við strendur þessa lands, ég er ekki að tala um að klára kvótann, heldur að veiða upp ALLANN fiskinn. Engum þykir fiskur góður í alvörunni hvorteðer.

Við vinnum að þessu saman í nokkur ár - við erum svo lítil þjóð að á alþjóðavettvangi að engin önnur þjóð myndi vera að ibba sig neitt mikið yfir þessu.

Allur fiskurinn sem yrði veiddur væri svo seldur til útlanda. Alltsaman selt út. Við þyrftum heldur ekki að hafa áhyggjur af því að heimsmarkaðsverð myndi lækka, þar sem okkar markaður er svo lítill að hann myndi ekki hafa nein áhrif.

Allur peningurinn sem myndi verða til við þetta yrði svo settur inn á vaxtareikning í banka. Svo myndu hreinlega allir íslendingar leggja niður vinnu og lifa á vöxtunum.

Hverjir eru til ?

Nafnlaus sagði...

Þér er margt til lista lagt, Matti. Kv, Svanur

Google+ sagði...

Lán allt að $ 500.000 og lánslínur allt að $ 100.000
Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
Finnst eins hratt og einn virkur dagur ef þú ert samþykktur
Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og einkaeign. Hafðu samband við okkur
Netfang: atlasloan83@gmail . com
whatsapp / hangout + 14433459339