Þorgeir Ásmundur: Heldurðu að eplin muni hækka í verði?
Steini Diskó: Já, á því er enginn vafi, það gerist alltaf á þessum árstíma og þú veist það mætavel.
Þorgeir Ásmundur: Ég þarf að koma í það minnsta einu kílói til Ástralíu. Heldurðu að þú getir lyft undir með mér í því máli?
Steini Diskó: O ætli ekki, það þarf að heyja. Ég kem þá bara með gardínurnar til þín í staðinn eins og undanfarin ár - það samkomulag stendur, vænti ég?
Þorgeir Ásmundur: Jú, jú, væri nokkur ástæða til annars?
Steini Diskó: Ég held að það sé verið að banka á dyrnar hjá þér - ætlarðu ekki að svara?
Þorgeir Ásmundur: Ha, jú, ég bara heyrði ekki, ég er farinn að heyra aðeins ver en áður. Þetta eru væntanlega þeir bræður, Birgir og Ísleifur.
Steini Diskó: Hvað vilja þeir svona snemma dags?
Þorgeir Ásmundur: Greina mér frá einhverjum tímamótum eða að lesa fyrir mig upp úr blaðinu. Þó er ég vel læs.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli