laugardagur, 9. júní 2007

Ég sá kúk á labbi

Jósep: Ég sá kúk á labbi áðan.

Karl Ólafur: Ha, hvað sástu?

Jósep: Kúk á labbi.

Karl Ólafur: Hvað meinarðu, kúk á labbi, gangandi kúk?

Jósep: Já, það var strákur með kúknum, voru svona eins og par, kærustupar.

Karl Ólafur: Ertu alveg viss um að það hafi verið kúkur, ekki maður.

Jósep: Ja, þetta var mun líkara kúk en manni.

Karl Ólafur: Ég hef aldrei vitað til þess að kúkur geti labbað.

Jósep: Ekki ég heldur, en maður getur ekki vitað allt. Það er alltaf eitthvað nýtt að koma í ljós, tækninýjungar og svona, erfðafræði, Decode og þar fram eftir götunum.

Karl Ólafur: Slíkt hefur nú væntanlega ekkert með kúk að gera, eða heldurðu það?

Jósep: Gæti eins verið. Kúkur er ekkert verri en hvað annað.

Karl Ólafur: Jú, hann er nú það. Kúkur hefur aldrei verið talinn neitt spennandi.

Jósep: Það er nú til fólk, þú veist, sem fílar, æi, ég get varla sagt þetta.

Karl Ólafur: Ég veit, þetta er óþægileg tilhugsun, en ég veit hvað þú ert að fara. En við skulum ekki taka þessa umræðu lengra.

Jósep: Nei, alveg rétt hjá þér.

Karl Ólafur: En segðu mér samt aðeins meira frá þessum kúk sem þú sást á labbi, eða kannski við ættum að nota lögfræðimál, tala um hinn meinta kúk.

Jósep: Þetta var á Strandgötunni, rétt við gamla slippinn. Ég gat ekki betur séð en þarna væri kúkur á labbi. Í gönguferð með maka sínum eða vini, myndi þó frekar giska á að um hefði verið að ræða maka.

Karl Ólafur: Fannstu einhverja lykt?

Jósep: Ertu að meina kúkalykt?

Karl Ólafur: Já, þú veist alveg að ég var að meina kúkalykt.

Jósep: Bílrúðurnar voru ekki opnar og því fann ég enga lykt aðra en þá sem var í bílnum þá stundina.

Karl Ólafur: Getur þetta ekki bara hafa verið stelpa, jafnvel strákur, sem hefur farið mikinn í notkun á svokölluðu brúnkukremi.

Jósep: Brúnkukremi. Ég hef heyrt um slíkt. En þá held ég að notkunin hafi nú verið öllu meiri en óhófleg, þetta hefur nánast verið eins og skítadreifarinn í sveitinni hér í den.

Karl Ólafur: Þetta er lenska nú til dags. Að maka sig frá toppi til táar í kremi, brúnkukremi, til að virðast vera sólbrúnn. Sólin sjálf er víst skaðleg og sólbaðsstofur víst einnig, það er að segja hinir svokölluðu ljósabekkir. Þá er gripið til þess ráðs að nota brúnkukremið.

Jósep: Já, svona líka. Ekki finnst mér það eftirsóknarvert að líta út eins og kúkur.

Karl Ólafur: Sama segi ég, og ekki veit ég um neinn í minni eða þinni sveit, sem hefur löngun til þess að líta út eins og kúkur. En það er greinilegt að ekki eru allir á sama máli og ég og þú.

Jósep: Þetta hefur líklega verið stelpukúkur. Kannski klaufalega til orða tekið hjá mér. Þetta var líklega stelpa sem leit út eins og kúkur.

Karl Ólafur: Hafi þetta verið strákur þá hefur þetta verið stelpulegur strákakúkur. Eða þannig.

Jósep: Þetta var líklega ekki kúkur. Eftir því sem ég hugsa meira um þetta þá getur þetta varla hafa verið kúkur - það er frekar ósennilegt.

Karl Ólafur: Já, það er ósennilegt. Við getum ekki útilokað neitt. En ég hallast einnig að því að þetta hafi ekki verið kúkur.

Jósep: En hvað eigum við að fá okkur að borða, og hvar?

Karl Ólafur: Eigum við ekki bara að fara á Hróa?

Jósep: Jú, fínt, förum að drífa okkur.

5 ummæli:

Svanur Már Snorrason sagði...

Þar sem höfundur þessa texta er ákaflega kurteis og velviljaður maður þá má ég til að spyrja hvort það sé við hæfi að birta mynd af kúk við þessa færslu um kúkinn sem var á labbi? Hvað segið þið góða fólk?

Nafnlaus sagði...

Einungis ef þú hefðir fundið mynd af labbandi kúk.

Nafnlaus sagði...

Það hefur enginn árangur orðið í þeirri leit. :)

Kv, Svanur

Nafnlaus sagði...

nú verð ég að klappa þér lof í lófa frændi!!

Klappklappklapp...

Nafnlaus sagði...

Þakka þér, frænka. Alltaf gaman að fá klapp frá góðri frænku. :)

Kv, Svanur