miðvikudagur, 6. júní 2007

Söknuður með sápubragði

Það er mannlegt að sakna. Gömlu góðu dagarnir, hvíti kötturinn sem Jón bróðir átti (var nefndur Oddur), Svavar Gestsson, sumarið ´91, og svo framvegis og framvegis.

En er eðlilegt að sakna uppvasksins?

Eftir að við festum kaup á uppþvottavél, og notkun hennar hófst, hefur gripið um sig hjá mér ákveðinn tómleiki sem ég vil kalla söknuð. Eða ákveðinn söknuður sem hægt væri að kalla tómleika. Jeh, jeh.

Hér áður fyrr (ekki langt síðan) var það upp að ákveðnu marki tilhlökkunarefni að hefjast handa við uppvaskið. Góð tónlist var sett undir geislann, einn kaldur opnaður, síðan var mátulega heitt vatnið látið vinna á leirtauinu með dyggri aðstoð uppþvottabursta og hreinsiefnis, kallað uppþvottalögur.

Einskonar trans átti það til að falla á manninn með burstann og vinnan var leikur einn, útsýnið úr eldhúsglugganum hreint út sagt prýðilegt. Svo var annar kaldur opnaður (ef laurtauið hafði hrannast upp (sem það gerði nánast undantekningarlaust)) og verkið klárað með sóma. Ljúf tónlistin sem til dæmis Michael Stipe sá um að flytja ásamt félögum sínum rann vel niður með ölinu. Stundum var föstudagskvöld.

Að vera einn með sjálfum sér og tónlist og bjór er ekki amalegt, sérstaklega ef uppvaskið bíður manns.

Já, það er eðlilegt að sakna uppvasksins, svo ég svari nú sjálfum mér.

7 ummæli:

Unknown sagði...

Nú set ég REM á phóninn næst við uppvaskið. Engin vél hér.

Nafnlaus sagði...

Þú mátt alveg vaska upp hvenær sem þú vilt =O)
KV Ásdís

Nafnlaus sagði...

Sko uppvaskið er eiginlega fyrir mína tíð... en þegar uppþvottavélin hefur bilað þá hef ég saknað hennar sárt en ekki farið að dá uppvaskið, er sem sagt ósammála þér Svanur.

Nafnlaus sagði...

Völ, ekki gleyma bjórnum, það má ekki. Kv, Svanur

Nafnlaus sagði...

BLEIKIR GÚMMÍHANSKAR

enginn bjór

vinna

hagsýn hanskainnkaup

ekki hanga

hristu þetta úr þér

inn í vélasal

GULIR GÚMMÍHANSKAR

Höfundur: Breið læri.

Nafnlaus sagði...

Ég og Rúna söknum þess nú svolítið að geta ekki þyngt budduna með því að vaska upp hjá þér og Gísla þegar það var farið að flæða yfir, eða þegar það var von á Rúnu Ömmu í heimsókn...

Nafnlaus sagði...

Það eru einmitt nokkuð margir kostir við uppvask. Kv, Svanur.