sunnudagur, 24. júní 2007




11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Herbert er klassi en ég vil þakka ykkur fyrir samveruna á ættarmótinu, það var mjög gaman;)
Spurning hvað Abraham hefur að segja um mótið..

Nafnlaus sagði...

Það er alveg deginum ljósara Bryndís að á þessu ættarmóti voru gerð mörg mistök. Furðulegt þykir mér að tjalda mótstjaldi til þess eins að ganga illa um það, rauðvínsblettir og sígarettustubbar fundust þar um allt gólf morguninn eftir, svo voru það mennirnir sem hlupust undan merkjum þegar röðin kom að þeim í spurningarkeppninni, það fór ekkert framhjá okkur, venjulegum áhorfendum, þetta nær ekki nokkurri átt, þar má segja að vínið hafi stýrt athöfnum eða öllu heldur athafnaleysi þar, þá má nefna rútuferðina sem er einkennilegt að blása til á slíkum sólskinsdegi sem raun var á, að draga saklaust fólk inn í rútu til þess eins að það stikni úr hita, svitni undir örmum og það var hreinlega óbærilegt að vera í sokkum þarna inni, svo þurfti fólk og börn að greiða heil ósköp fyrir herlegheitin, það var bara bókstaflega neytt til þess svo nefndin þyrfti ekki að bera allan kostnaðinn, ég held þessi nefnd ætti að segja af sér eins og skot, það er deginum ljósara, Abraham.

Nafnlaus sagði...

Sko mennirnir sem fengu hárblásturinn frá Gáfsa áttu hann ekki að nema hluta skilinn. Vitað er að Gáfsi er skapstór maður þótt efast verði um að annað eins ljúfmenni fyrirfinnist á þessu jarðríki. Þeir Leðurfrændur, Svanur Blaka og Eiríkur Ananasköttur ásamt áðurnefndum Gáfsa misskildu allir hvor annan og þegar vínið náði tökum á ástandinu stoppaði allt. Leðri hélt ekki að hann ætti sjá um annað en að semja spurningar og var það mál manna og kvenna að honum hefði farist það hlutverk ákaflega vel úr hendi, enda gáfaður maður sem ekki á gáfurnar langt að sækja. Látum það vera lokaorðin. En helgin var frábær og allir sem komu að skipulagningunni eiga stórt og feitt Svertingsstaðahrós skilið!!! Ég elska ykkur öll en þau sérstaklega eina sæta frænku mínu sem hefur allt sem góðan kvenmann má prýða. Þær eru reyndar margar þannig í ættinni en þessi þó sérstaklega. Kveðja, Alan Laufabrauð.

Nafnlaus sagði...

Abraham, þú hefur lög að mæla og einnig þú Bryndís og verkið sem þú fluttir var ákaflega gáfað verk og þér samboðið og ættinni allri enda ákaflega gáfað fólk í þessari ætt. Meira að segja Gunnari Hersveini þykir fólkið í ættinni ákaflega gáfað og von er á stórri grein um gáfur ættarinnar í málgagninu seinna á árinu. En ég elska ykkur öll þó sum ykkar aðeins meir en aðra. Kv, Daníel Kanileðla.

Nafnlaus sagði...

iss...

Nafnlaus sagði...

Þetta var mjög gáfað iss...

:)

Kv, Harry Herlufsen, a.k.a. Öskupabbi

Nafnlaus sagði...

Hvaða furðufuglasamfélag er þetta. Aldrei hef ég á langri ævi heyrt talað um kanileðlur, ananasketti, leðufrændur,og öskupabba. Það mætti halda að þetta væri hópur af þroskaheftum einstaklingum, og að blanda Gunnari Hversveini inn í þetta, tel ég að toppi ruglið. Svona rugl á aðeins heima i kolli brjálæðinga. Vonandi látið þið af þessum ósoma, og ég tel að skrif á þessa síðu séu lögleysa sem ætti að kæra til kirkjunnar. Kveðja Úlfhildur Ástláksdóttir Djákni.

Nafnlaus sagði...

Ábyrgðarleysi Leðra hefur þó nokkrum sinnum borið á góma en þó sérstaklega eftir þessa umdeildu spurningakeppni og allir í feitu og gáfhnakka svertingstaðaætt hafa fengið upp fyrr haus af þessum skrípalátum. Legg ég til að við rekum Leðra úr ættinni

Sækýrinn

Svanur Már Snorrason sagði...

Þegi þú Sækýr og ekki minnast einu orði á ábyrgðarleysi, hver sem þú annars ert. Ábyrgðarleysi er Guðsgjöf, náttúrugjöf. Ábyrgðarleysi hefur mörgu góðu skilað. Þessi tiltekni Leðri er í hávegum hafður í ættinni og mun aldregi verða rekin úr henni. Ónei, hann verður frekar hafður á stalli - reist af honum stytta stærri en sú sem þeir reistu af Maó hér um árið en þó er ég ekki að líkja Leðra við þann fjöldamorðingja. Leðri er yndislegur drengur og á allt gott skilið nema það sem hann á ekki skilið. Sækýr, ég mun fletta þér upp í þjóðskrá. Ættarsómakveðjur, Svanur.

Nafnlaus sagði...

jáhhá... nú dámar mér ekki

Nafnlaus sagði...

Kæri Leðri,

styttan verður reist þó síðar verði enda ættarsómi hér á ferðinni, ólíkt ættarskömmunum Abraham, Gunnari Hersveini, Sækýrinni, Úlfhildi Djákna sem ætti að bannfæra úr ættinni sem fyrst. Einnig mun ég bera upp þá tillögu á næsta ættarmóti þegar menn verða orðnir vel hífaðir að ættin verði héðan í frá kennd við sómamanninn Leðra og að "Leðrarassa leðrarassa leðrarassassa" verði sungið í stað hins gatslitna og þreytta "Úmbarassa" í fjöldasöngnum í rauðvíns- og landamarineraðu samkomutjaldinu.

Fyrir hönd aðdáendaklúbbsins "We lov Leðri,"

Leðra Belja