
(Stanislas Mihic, við afhjúpun minnismerkis um Dimitar Jankovic)
Hún var hugguleg og kurteis stúlkan sem kom að mynda; ég hleyp nú undan myndum yfirleitt en hún var svo geðfelld að ég varpaði bara akkerum. Matthías um Rakel Ósk ljósmyndara.
Það er vont að vera settur á lífeyri á besta aldri, en það eru forréttindi fyrir rithöfunda, því þeirra starfsvettvangur er heima. Blaðamennska hefur verið mitt starf en það hefur verið mín gleði og lúxus að skrifa minn skáldskap. Ég held áfram að skrifa bækur og yrkja ljóð þegar þau koma í heimsókn. Það er að segja, ég lofa þessum fuglum að fljúga inn um gluggann þegar þeir eru búnir að syngja í trjánum í garðinum. Þá opna ég.
Talandi um lopapeysu. Þú veist að íslenska þjóðin hefur lifað af vegna þess að rollan hefur skaffað henni allt sem hún þarf, og svo þegar við héldum að við værum orðnir útlendingar og gleymdum torfkofanum þá hrundi hann yfir okkur. Er Eiríkur Jónsson, vinur minn, þarna?
MYNDIR: RAKEL ÓSK/ÚR SAFNI
Séð og Heyrt (38. tbl. - 2009)