Síminn hringir. Ég (eða einhver annar, sá ræður sem setur þetta upp) er á öðrum enda línunnar. Það er svarað á hinum enda línunnar.
"Halló."
"Halló," segi ég og spyr kurteisislega hver þetta sé. "Þetta er Pacas."
"Sæll Pacas," segi ég kurteisislega og bæti við: "Er ég að trufla þig?"
"Nei, nei," segir lífsglöð rödd þessa litríka Brasilíumanns sem fann ástina hér á landi. En hann spyr: "Hver ert þú?"
Mér er nokkuð brugðið - átti ekki von á þessari spurningu, en svo átta ég mig á því mér til mikillar skelfingar að ég gleymdi að kynna mig með nafni.
Pacas, þessi kurteisi maður, átti það ekki skilið, hvorki frá mér, sem manneskju og blaðamanni, né nokkrum öðrum. Hann á allt gott skilið.
En samt sagði ég bara eina setningu í viðbót í okkar samtali, og ég veit ekki af hverju ég var svona grimmur - ég bara fraus og sagði: "Er Beggi heima?"
1 ummæli:
Svona klaufaskapur er auðvitað alltaf leiðinlegur, en jæja, málið er auðvitað bara að halda ótrauður áfram. Pacas er ábyggilega ekki langrækinn svo þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur.
Skrifa ummæli