"Hvar eigum við að byrja," spyr ég frekar feimnislega. En bæti strax við áður en skáldið nær að svara. "Eigum við að tala um Túnþökur kjallarans? Þitt fyrsta útgefna verk, eða leitar hugur annað?"
"Alveg eins gott að byrja þar, einhversstaðar verðum við að byrja, en ég tala nú yfirleitt ekki mikið um það verk - finnst það bæði ófullkomið og yndislegt, viðkvæmt en þó þar svo margt að finna; þarna byrjaði ég - með úkomu bókarinnar gat ég kallað sjálfan mig rithöfund, og það var mér mikilvægt. En bókin er skrifuð á skömmum tíma, ég datt í stuð, svo ég noti nú ungæðislegt tungutak. Skrifin tóku ekki nema sex daga. Hvíldi mig þann sjöunda, og á þeim áttunda hringdi ég í vin minn sem var að vinna hjá bókaforlagi og hafði lengi hvatt mig til skrifta. Bað hann að líta við um kvöldið, ég skyldi gefa honum í glas, gegn því að hann liti á smotterí sem ég hafði sett niður á blað!" Þarna skellir skáldið upp úr, teygir sig svo í viskíflöskuna og fyllir glös okkar beggja, sem nokkrum andartökum áður höfðu tæmst.
"Alveg eins gott að byrja þar, einhversstaðar verðum við að byrja, en ég tala nú yfirleitt ekki mikið um það verk - finnst það bæði ófullkomið og yndislegt, viðkvæmt en þó þar svo margt að finna; þarna byrjaði ég - með úkomu bókarinnar gat ég kallað sjálfan mig rithöfund, og það var mér mikilvægt. En bókin er skrifuð á skömmum tíma, ég datt í stuð, svo ég noti nú ungæðislegt tungutak. Skrifin tóku ekki nema sex daga. Hvíldi mig þann sjöunda, og á þeim áttunda hringdi ég í vin minn sem var að vinna hjá bókaforlagi og hafði lengi hvatt mig til skrifta. Bað hann að líta við um kvöldið, ég skyldi gefa honum í glas, gegn því að hann liti á smotterí sem ég hafði sett niður á blað!" Þarna skellir skáldið upp úr, teygir sig svo í viskíflöskuna og fyllir glös okkar beggja, sem nokkrum andartökum áður höfðu tæmst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli