sunnudagur, 20. desember 2009

Á móti samkynhneigðum


Hvernig er hægt að vera á móti samkynhneigðu fólki? Það er bara eins og að vera á móti fólki sem er með stórt nef, eða stór eyru. Nú eða fólki sem er með skollitað hár. Hverjum finnst mannvonska skemmtileg? Hver hefur áhuga á mannvonsku? Af hverju er sumt fólk að hugsa mikið um kynhneigð annars fólks? Ekki geri ég það. Ég styð réttindabaráttu samkynhneigðra, heilshugar. Finnst hræðilegt að hlusta á fólk tala illa um samkynhneigða, en vorkenni því um leið. Held reyndar að þeir sem tala hvað mest um samkynhneigða, og hvað verst, hafi eitthvað að fela, og séu líklega samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir, en geti ekki gengist við því. Sumir fela sig á bakvið biblíuna, aðrir á bakvið eitthvað annað, en það hlýtur að vera óþægilegt að lifa í felum. Forstöðumaður trúarsafnaðar í Reykjavík sagði við mig að það væri í raun allt í lagi að vera samkynhneigður á meðan viðkomandi myndi bæla niður hvatir sínar.

Engin ummæli: