mánudagur, 10. ágúst 2009

Viðtal við skáld/listamann 1


Hann er skáld, listamaður. Þið þekkið hann. Nafnið, andlitið, verkin. Sjáið myndirnar, lesið myndatextann. Hegbart Ólíver var hann skírður, kallar sig Hólí. "Kallaðu mig bara það sem þú vilt í þessu viðtali, ég sker á hégómann," segir hann sinni fallegu, mjúku og skáldlegu röddu, og um leið er eins og öllum höftum sé aflétt og ég get rólegur sest niður í djúpbláan leðursófann. Og þigg með þökkum glas af viskí, Jameson.
"Viltu ekki bara byrja?"

Engin ummæli: