mánudagur, 6. júlí 2009

Lána Mána

Tunglið hóaði í mig þegar ég var rétt við það að sofna. Bað mig um að lána sér brauðhleif og nokkra bjóra. Það sagði að það þyrfti í raun ekkert annað, en því væri reyndar illa við að fá lánað, en nú væru blankheitin algjör. Ég sagði að það væri ekkert mál, ég ætti bæði brauðhleif og nokkra bjóra. Og svo sagði ég tunglinu að þetta væri gjöf frá mér, því við yrðum öll stundum blönk.
(Mynd: Ásdís Erla)

Engin ummæli: