fimmtudagur, 29. júlí 2010
ÆTTLEIDDUR AF KRÓKÓDÍLUM!
Snæbjörn Hector Hernandez (53):
ÆTTLEIDDUR AF KRÓKÓDÍLUM!
ENGINN LARFUR:
Snæbjörn saknar krókódílanna. Gengur um og lætur tilviljanir ráða lífsför. Myndin er teiknuð eftir minni.
Barátta! "Ég fæddist í frumskógi einhversstaðar á Amazon-svæðinu en var rænt af krókódílafjölskyldu þegar ég var aðeins átján ára gamall," segir Snæbjörn Hector þegar hann rifjar upp æsku sína, og upprunann.
"Foreldrum mínum kynntist ég því lítið, og hafði reyndar átt erfitt með að mynda náin tengsl við þau. Og ég vil meina að krókódílafjölskyldan hafi skynjað okkar litlu tengsl og þess vegna gripið í taumana. Ég verð þeim alltaf þakklátur fyrir það."
Hann segir það þó hafa verið erfitt að alast upp á meðal krókódíla því hann hafi aldrei lært að synda. "Það bara tókst ekki hjá mér."
Hann varð því að yfirgefa fjölskyldu sína, krókódílafjölskylduna, eftir sex vikna veru." Ég sakna þeirra alveg óskaplega, en lífið lætur ekki að sér hæða, og maður verður bara að sætta sig við örlög sín.
Ég hvarf á braut og hef síðan gengið mína leið; þú ert fyrsti maðurinn sem ég hef hitt síðan gangan hófst. Hitti reyndar eina konu fyrir langalöngu síðan, en hún var mér ekki að skapi. Ég ætla að halda áfram lífsgöngunni og láta einfaldlega tilviljunina ráða för minni," segir þessi sérstaki maður, Snæbjörn Hector Hernandez, um leið og hann hverfur inn í þokuna, hægt og hljótt.
TEXTI: BASTIAN SCHWEINSTEIGER
MYND: TROPICAL CANDY SHOES
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli