laugardagur, 10. júlí 2010

TE ER MIKLU BETRA EN KAFFI!


Sigríður Schöth Lárusdóttir (49):

TE ER MIKLU BETRA EN KAFFI!

Koffein!

Sigríður, sem á albanska foreldra, hefur haldið mótmælafundi þar sem hún heldur því fram statt og stöugt að te sé betra en kaffi, og mótmælir fullyrðingum um annað.

MEÐ SITT Á HREINU:
Sigríður Schöth ólst upp í Loðmundarfirði en flutti til Hólmavíkur á unglingsárum. Nú býr hún í 101. Hér með tveimur vinkonum sínum, Birnu og Tínu, sem elska líka te og hata kaffi.

Nammite! "Ég veit að að te er betra en kaffi, þið hin verðið að fara að sætta ykkur við það," segir Sigríður Schöth ákveðin á svip og henni liggur hátt rómur.
"Þessir bjánar sem drekka og dásama kaffi alla daga ættu bara að skammast sín, það ætti í raun bara að fangelsa þetta fólk."
Er þetta ekki of langt gengið hjá þér, fólk hefur rétt á sínum skoðunum, búum við ekki við lýðræði og þarafleiðandi skoðanafrelsi?
"Nei, og jú, auðvitað, en það skiptir ekki máli í þessu samhengi. Ég er alveg klár á þessu, þið þurfið ekkert að efast um mín orð," segir hún og sannfæringarkrafturinn er mikill og það er roði í kinnum hennar.
"Te hefur mun betri áhrif á þarmana og geðheilsuna og svo var sýnt fram á það í sænskri rannsókn að karlar sem drekka mikið te eru frábærir elskhugar en þeir karlar sem drekka mikið kaffi ná honum varla upp, jafnvel þótt þeir hafi brutt heilan lager af Viagra-töflum."
Má ég sjá þessa rannsókn?
"Þú þarft ekkert að sjá hana. Trúðu mér bara, heldurðu að ég sé að ljúga? Af hverju ætti ég að gera það?"
Ókei, en hvað gerir te svona betra en kaffi?
"Það er liturinn, sjáðu til. Liturinn er málið, hugsaðu málið," segir Sigríður og stormar út úr fundarherberginu þar sem viðtalið var tekið. Ég hef ekki séð hana síðan.

TEXTI: BASTIAN SCHWEINSTEIGER
MYND: GEIRI Á GOLDFINGER

Engin ummæli: