LJÓÐ Á ÍSLENSKU!
ég bíð á bjargbrúninni
þú talar í símann en heyrir ekki neitt
ég illa klæddur en í góðum skóm
þú heldur fast um símtólið
hrædd um að það fari frá þér
ég vil að bjargbrúnin bíði eftir mér
veit ekki hvort hún gerir það því við vorum bara rétt að kynnast
hún veit ekki hvaða mann ég hef að geyma
en stefnumótið gekk vel enda hversdagsleikinn víðsfjarri
þú vilt stóra afmælisköku skreytta með Playmobil og sígarettustubbum
ég vil drekka bjór og horfa á myndbönd með Depeche Mode og David Bowie
ef þú reddar Playmobil og sígarettustubbum skal ég redda bjór, Bowie og Depeche Mode
samkomulagið innsiglað með kossi
sætt
jafnvel sætara en brúðkaup og skilnaður
(Séð og Heyrt, 27. tbl. 2010)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli